Jökull - 01.01.2010, Blaðsíða 213
Society report
Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul
29. maí–6. júní 2009
Magnús T. Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is
Þar sem Hvítasunnu bar upp á síðustu helgina í maí
þótti einboðið að nýta hana til góðra verka á jökli.
Að venju var lagt upp frá Reykjavík á föstudagskvöldi
og gist í Jökulheimum aðfararnótt laugardags. Ferðin
upp Tungnaárjökul var án stórviðburða og færið nokk-
uð gott í skýjuðu en aðgerðalitlu veðri.
Á Hvítasunnudag lá leiðin beint í Kverkfjöll þar
sem fjögurra manna hópur varð eftir og dvaldi við
mælingar fram á þriðjudagskvöld. Kverkfjöllin voru
vetrarlegri en verið hefur undanfarin ár í vorferðum.
Snjór var í botni Efri Hveradals norðanverðs. Í sunn-
anverðum dalnum hækkar vatnsborð Galtarlóns ár frá
ári. Lónið tæmdist sumarið 1998 og fór vatn ekki að
safnast þar fyrir aftur fyrr en vorið 2006. Á sama tíma
hefur vatnsborð Gengissigs lítið breyst en það hefur
haldist lágt frá því hlaup kom þaðan í janúar 2002.
Eftir góða för í Kverkfjöll fóru í hönd dagar veð-
urblíðu. Og eins og oftast þegar veðrið vinnur með
jöklafólki gengu ferðir og mælingar vel og án áfalla.
Mælingar í Grímsvötnum hófust á mánudeginum og
næstu daga fóru hópar á Bárðarbungu, Hamarinn,
Háubungu og víðar, auk þess sem lítill hópur fór á
snjóbíl og vélsleðum til íssjármælinga á Öræfajökli.
Í ferðinni var settur upp GPS mælipunktur í Esju-
fjöllum. Hann er á litlum kletti sem gægist upp úr
jöklinum norðan Esju. Frá klettinum er stórkost-
legt útsýni til Esjufjalla, austanverðs Breiðamerkur-
jökuls og Þverártindseggjar. Í norðaustri rís Snæ-
fell yfir Norðlingalægðina. Þarna er gott að koma á
björtu vorkvöldi. Erik Sturkell sem haft hefur for-
göngu um GPS mælingar á Vatnajökli undanfarin ár
er ákaflega ánægður með þennan litla klett. Hér lauk
nokkurra ára leit að nothæfum stað til mælinga á mið-
hluta Vatnajökuls austan Grímsfjalls. Ekki minnkaði
ánægja Eriks þetta kvöld í Esjufjöllum eftir að búið
var að steypa niður fjórfót sem skilinn var eftir yf-
ir mælipunktinum. Slíkir fastir fætur ryðja sér nú
til rúms enda auðvelda þeir mjög GPS landmæling-
ar, ekki síst á klettum á jöklum uppi þar sem snjór og
ísing gerir mælingamönnum erfitt fyrir við að finna
fastmerkin.
Eins og í Kverkfjöllum, var vetrarlegt í Gríms-
vötnum. Gosstöðvarnar frá 2004 voru nú þaktar snjó
og minna upp úr af ösku en undangengin vor. Samt
sem áður hafði jökullinn norðvestan gosstöðvanna
lækkað vegna aukins jarðhita. Þessi þróun hófst fljót-
lega eftir gosið 2004. Þarna stóðu Vatnshamar, Depill
og Mósar út úr jökulbrekkunni um miðbik 20. aldar
en hurfu smásaman undir jökulinn þegar hann tók að
ganga fram í vötnin eftir 1960. Hver veit nema að á
næstu árum stingi þessir kollar sér aftur upp úr jökul-
þekjunni?
Vegna veðurblíðu tókst að sinna öllum verkefnum
ferðarinnar:
1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld 3. júní. Vök er
vestan til við leifarnar af gígnum frá 1998, 5–10 m
breið og 40–50 m löng. Nákvæm GPS mæling á
vatnshæð er 1355 m y.s. sem er mjög lágt. Grímsvötn
láku því enn og vatnssöfnun engin frá því árið áður.
2. Vetrarafkoma í Grímsvötnum mældist 510 cm og
vatnsgildið 2570 mm.
3. Afkoma var einnig mæld norðan Grímsvatna, á
Bárðarbungu og Háubungu. Þá var sett upp sjálfvirk
veðurstöð á Bárðarbungu.
JÖKULL No. 60 213