Jökull


Jökull - 01.01.2010, Page 213

Jökull - 01.01.2010, Page 213
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul 29. maí–6. júní 2009 Magnús T. Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is Þar sem Hvítasunnu bar upp á síðustu helgina í maí þótti einboðið að nýta hana til góðra verka á jökli. Að venju var lagt upp frá Reykjavík á föstudagskvöldi og gist í Jökulheimum aðfararnótt laugardags. Ferðin upp Tungnaárjökul var án stórviðburða og færið nokk- uð gott í skýjuðu en aðgerðalitlu veðri. Á Hvítasunnudag lá leiðin beint í Kverkfjöll þar sem fjögurra manna hópur varð eftir og dvaldi við mælingar fram á þriðjudagskvöld. Kverkfjöllin voru vetrarlegri en verið hefur undanfarin ár í vorferðum. Snjór var í botni Efri Hveradals norðanverðs. Í sunn- anverðum dalnum hækkar vatnsborð Galtarlóns ár frá ári. Lónið tæmdist sumarið 1998 og fór vatn ekki að safnast þar fyrir aftur fyrr en vorið 2006. Á sama tíma hefur vatnsborð Gengissigs lítið breyst en það hefur haldist lágt frá því hlaup kom þaðan í janúar 2002. Eftir góða för í Kverkfjöll fóru í hönd dagar veð- urblíðu. Og eins og oftast þegar veðrið vinnur með jöklafólki gengu ferðir og mælingar vel og án áfalla. Mælingar í Grímsvötnum hófust á mánudeginum og næstu daga fóru hópar á Bárðarbungu, Hamarinn, Háubungu og víðar, auk þess sem lítill hópur fór á snjóbíl og vélsleðum til íssjármælinga á Öræfajökli. Í ferðinni var settur upp GPS mælipunktur í Esju- fjöllum. Hann er á litlum kletti sem gægist upp úr jöklinum norðan Esju. Frá klettinum er stórkost- legt útsýni til Esjufjalla, austanverðs Breiðamerkur- jökuls og Þverártindseggjar. Í norðaustri rís Snæ- fell yfir Norðlingalægðina. Þarna er gott að koma á björtu vorkvöldi. Erik Sturkell sem haft hefur for- göngu um GPS mælingar á Vatnajökli undanfarin ár er ákaflega ánægður með þennan litla klett. Hér lauk nokkurra ára leit að nothæfum stað til mælinga á mið- hluta Vatnajökuls austan Grímsfjalls. Ekki minnkaði ánægja Eriks þetta kvöld í Esjufjöllum eftir að búið var að steypa niður fjórfót sem skilinn var eftir yf- ir mælipunktinum. Slíkir fastir fætur ryðja sér nú til rúms enda auðvelda þeir mjög GPS landmæling- ar, ekki síst á klettum á jöklum uppi þar sem snjór og ísing gerir mælingamönnum erfitt fyrir við að finna fastmerkin. Eins og í Kverkfjöllum, var vetrarlegt í Gríms- vötnum. Gosstöðvarnar frá 2004 voru nú þaktar snjó og minna upp úr af ösku en undangengin vor. Samt sem áður hafði jökullinn norðvestan gosstöðvanna lækkað vegna aukins jarðhita. Þessi þróun hófst fljót- lega eftir gosið 2004. Þarna stóðu Vatnshamar, Depill og Mósar út úr jökulbrekkunni um miðbik 20. aldar en hurfu smásaman undir jökulinn þegar hann tók að ganga fram í vötnin eftir 1960. Hver veit nema að á næstu árum stingi þessir kollar sér aftur upp úr jökul- þekjunni? Vegna veðurblíðu tókst að sinna öllum verkefnum ferðarinnar: 1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld 3. júní. Vök er vestan til við leifarnar af gígnum frá 1998, 5–10 m breið og 40–50 m löng. Nákvæm GPS mæling á vatnshæð er 1355 m y.s. sem er mjög lágt. Grímsvötn láku því enn og vatnssöfnun engin frá því árið áður. 2. Vetrarafkoma í Grímsvötnum mældist 510 cm og vatnsgildið 2570 mm. 3. Afkoma var einnig mæld norðan Grímsvatna, á Bárðarbungu og Háubungu. Þá var sett upp sjálfvirk veðurstöð á Bárðarbungu. JÖKULL No. 60 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.