Jökull - 01.01.2010, Síða 206
Magnús Hallgrímsson
Miðvikudagur 6. apríl
Mætt var á verkstæðinu hjá Stefáni klukkan hálf átta
og unnið að lokapökkun, en við skiptum farangri þar
daginn áður. Binni kom laust fyrir kl. átta og hlóðum
við bílinn. Ekið var af stað úr Hæðargarði korter yfir
átta eftir að hafa sótt dráttarbeltið mitt heim og skil-
ið jeppann hans Helga eftir heima hjá Stefáni. Ekið
var áleiðis til Þingvalla og þaðan á Gjábakkaheiði og
aðeins út af veginum við Dímon. Ekki komst bíllinn
lengra. Losuðum við bílinn og smurðum skíði. Leif-
ur var með í för og myndaði undirbúninginn ákaft á
videóvél.
Veður var mjög gott, nær heiðskírt, andvari á NA
og þriggja stiga frost. Stigum við á skíðin og kvödd-
um þá Leif og Binna kl. tíu og paufuðumst af stað.
Færið var nokkuð gott, snjór frekar þéttur en nýfallið
lag yfir. Stefnt í NA milli Kálfstinda og Hrafnabjarga.
Ekki nutum við sólar lengi, snerist vindátt til SA
og fór að snjóa. Létti snjókomunni fljótt en varð yfir-
skýjað og ský á öllum fjöllum. Frost var 2–3 gráður
allan daginn. Áðum við og drukkum te í Þjófahrauni
með Þjófahnúk í bakið. Færið var nú misjafnt, stund-
um sökk í en á köflum þunn hula á hjarni. Haldið
var yfir Þjófahraun og Tindaskagaheiði. Þegar fór að
halla til norðurs létti aftur til og var haldið undan í
góðu veðri að Kerlingu.
Við komumst að skála við Kerlingu kl. sex eftir
átta stunda ferð. Skálinn var nýviðgerður og ástand
hið besta. Ekki vorum við fyrr komnir í hús er fór að
hvessa og snjóa. Gengið var snemma til náða.
Við eldamennskuna skeði það undur að prímusinn
hans Leifs stóð skyndilega í ljósum loga og varð að
kasta honum á dyr. Kom í ljós að hann lak við lóðn-
ingu á bol og hálsi og var dæmdur úr leik. Var þetta
í annað sinn á ferðum okkar að svipað kemur fyrir.
Var það líka í Kerlingu, árið 1983. Reyndar í hinum
skálanum en þá lak aðeins með öryggi og prímusinn
áfram nothæfur.
Fimmtudagur 7. apríl
Risið úr rekkju um sexleitið, yfirskýjað og 11 stiga
frost. Létti brátt til með sólskini. Spáð var góðu veðri
en lægð daginn eftir og að snjóa mundi eða rigna af
SA. Við héldum frá Kerlingu í skála Landsvirkjunar
við Þórólfsfell. Léttskýjað var við brottför en brátt
dró ský á himin og fjöll og frostið lækkaði í um fjórar
gráður.
Fylgdum við jaðri Skjaldbreiðar og stefndum vest-
an Vestara Mófells. Er þangað kom gerði þétta hríð
og áðum við þar undir kletti og drukkum te og átum
brauð. Ekki stóð hríðin lengi. Er við beygðum austur
úr skarðinu milli Mófella birti aftur upp og var mestu
bjart yfir það sem eftir var leiðar.
Við norðvesturhorn Hlöðufells er stórt bjarg og
mikið. Var áð þar við myndatökur. Stefáni þótti bjarg-
ið svo myndarlegt að hann nefndi það Magnús. Við
komumst að Þórólfsfellsskála kl. 15:15 og var gott að
koma þangað, en þar áttum við tvær nætur í skíðaferð
1983. Á leiðinni var vindur mest af SA en oft logn
og áttleysa. Kl. sjö var spáð kyrru og björtu þá nótt
en snerist til SA áttar. Skömmu eftir að við komum í
skálann fór að hvessa og skafa af vestri.
Í skálanum var hinn ágætasti geislaofn. Dóri og
Stebbi þurrkuðu skóna sína en þeir voru svo blaut-
ir að draup af þeim við kreistur. Skórnir hans Dóra
vældu þegar hann kreisti þá fyrst en hættu að væla
þegar hann fór um þá mjúkum höndum og smurði með
Biwell feiti.
Föstudagur 8. apríl
Risið úr rekkju við veðurfregnir korter í sjö. Frost
16 gráður. Veðurspá sagði hæðardrag yfir NA Græn-
landi, lægðardrag við SV land og lægð að myndast við
Grænland. Spáð í fyrstu NA síðan SA með úrkomu
og hvassri NA átt næstu nótt. Ákveðið var að halda af
stað, tjalda og bíða af sér veðrið, en halda síðan áfram
í Kirkjuból er upp stytti.
Lagt var af stað kl. hálf tíu, var þá frost átta gráð-
ur, færi sæmilegt en ∼20 cm lausasnjór sem sakaði
ekki mikið. Háskýjahula var yfir og grillti sól í gegn,
vindur hægur af NA. Við tókum veður kl. 10.10 og var
spá batnandi. Lægðin hafði hægt á sér og hvassviðr-
ið horfið úr spánni. Við komum að jökuljaðrinum kl.
ellefu og öndruðum (settum selskinn undir skíðin), í
fjögurra gráðu frosti. Heiðmyrkur var til jökulsins en
sá til Hlöðufells og Þórólfsfells. Haldið var í 56 gráð-
ur misvísandi. Skyggni til suðurs hélst til kl. eitt.
Klukkan 12.45 var tekið veður og reynt að ná sam-
bandi við Gylfa á Hellu um Eyjafjallajökul kl. eitt,
án árangurs. Nú byrjaði að snjóa, nær logn var á, en
ef eitthvað var þá var andvari af NV. Kl. korter yfir
206 JÖKULL No. 60