Jökull - 01.01.2016, Page 99
The flow of Breiðamerkurjökull at the Esjufjallarönd medial moraine
Figure 5. Changes of the terminus of the Breiðamerkurjökull and Esjufjallarönd medial moraines, from 2004
(red line) to 2016. The outlet’s surface map is presented with 50% transparency to show the subfloor contours
(Björnsson et al., 1992), with 100 m interval but 20 m inside the trench, where Jökulsárlón lagoon is located.
Broken lines indicate sea level (0 m). – Landlíkan af botni Breiðamerkurjökuls. Jökuljaðar, 27. september 2016.
Breytingar á sporði Breiðamerkurjökuls og Esjufjallarandar frá 2004 (rauð lína) til 2016. Breiðamerkurjökull
er gerður gegnsær til þess að sýna landið undir honum, samkvæmt íssjármælingum Jöklahóps Jarðvísindastofn-
unar HÍ árið 1991. Renna undir Norðlingalægðarjökli er sýnd með 20 m dýptarbili (gular brotalínur eru 0 m
y.s.) en landið ofan sjávarmáls með 100 m hæðarbili. Esjufjallarönd liggur yfir vesturjaðri rennunnar. Fremsti
hluti Esjufjallarandar situr nú kyrr á hæð sem rís 20–40 m y.s. Um 9 km norðar fer urðin yfir koll sem rís upp úr
jökulbotninum en ofar á jöklinum hefur röndin ekki hliðrast. Cartography/Kortagerð Snævarr Guðmundsson.
inn). Norðlingalægðarjökull skríður niður rennu sem
nær 200-300 m niður fyrir sjávarmál og er Jökulsárlón
fremsti hluti hennar, en vestan við hana liggur Esju-
fjallajökull á fremur flötu landi.
Esjufjallarönd hefur lengst af náð fram að vestan-
verðu Jökulsárlóni eftir að það tók að myndast upp úr
1930, í kjölfar þess að jökullinn tók að hopa. Íssjár-
mælingar sem gerðar voru árið 1991 á Breiðamerkur-
jökli sýndu að lónið er syðst í mikilli rennu sem nær
norður að Esjufjöllum. Varð þá ljóst að við áfram-
haldandi hop Breiðamerkurjökuls myndi lónið halda
áfram að stækka. Jökullinn kelfir (brotnar) í lónið
og myndar ísjaka sem eru ferðamönnum á leið um
Breiðamerkursand mikið augnayndi.
Eftir 2007 fór að sjást í fast berg fremst við rönd-
ina, lónsmegin, og nú virðist fremsti hluti hennar hvíla
á þurru landi (4. mynd). Á sama tíma heldur kelf-
ingin áfram og lækkun Norðlingalægðarjökuls upp af
JÖKULL No. 66, 2016 99