Jökull - 01.01.2016, Page 108
Helgi Björnsson
1. mynd. Leið herflugvéla yfir Norður-Atlantshaf 1942. – Routes of WW-2 aeroplanes from N-America to
Scotland in Europe in 1942.
2. mynd. B-17 sprengiflugvélin Fljúgandi virki (t.v.) og P-38 orustuflugvélin Elding (t.h.). – B-17 Flying
Fortress (left) and P-38 Lockheed Lightning (right). Ljósm./Photos, US Air Force Museum.
um voru tveir flugmenn og sex aðrir flugliðar. Hver
vél var búin átta byssum. Flugvélarnar gátu flogið í
10–12 klst. á allt að 300 km/klst. hraða. Þær komust
í 9 km hæð, og loftvarnarbyssur á jörðu náðu þá ekki
til þeirra. Fyrirhugað var, að þessar sprengjuflugvél-
ar færu daglega inn yfir meginland Evrópu með fimm
tonn af sprengjum og vörpuðu þeim yfir hersveitir
og mannvirki óvinanna svo sem verksmiðjur, orkuver,
stálver, járnbrautir, flugvelli og hafnir. Í sprengivörp-
um vélanna var nákvæmt sjálfvirkt (optískt) miðunar-
tæki (Norden bombsight), mikið hernaðarleyndarmál,
sem reiknaði braut sprengjunnar til jarðar og tók tillit
til vindstyrks, hraða og hæðar flugvélarinnar yfir skot-
markinu. Þessar fjögurra hreyfla flugvélar gátu flogið,
þótt dræpist á tveimur af fjórum hreyflum þeirra. Til
skamms tíma voru fimm slíkar vélar enn flughæfar.
108 JÖKULL No. 66, 2016