Jökull


Jökull - 01.01.2016, Page 127

Jökull - 01.01.2016, Page 127
Society report Jarðskjálfti í Krýsuvík 1663 og misvöxtur Kleifarvatns fram að aldamótum 1900 Kristján Sæmundsson Íslenskar Orkurannsóknir, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, Iceland; ks@isor.is Bréf (epistola) Þorkels Vídalín Þorkell Arngrímsson Vídalín var prestur í Görðum á ÁlftanP’alesi frá 1658 til æviloka 1677. Eftir guðfræðinám í Kaupmannahöfn nam Þorkell læknis- fræði og náttúrufræði. Hann vann síðan um tíma við námugröft í Noregi og var sendur til Íslands 1655 til að leita að málmum og fékk norskan námumann til fylgdar (Jakob Benediktsson, 1939). Í „Landfræðis- sögu“ nefnir Þorvaldur Thoroddsen tilskipun stjórn- arherra í Kaupmannahöfn um þá ferð, en skýrsla um hana fyrirfinnst ekki. Þorkell átti bréfaskipti við Ola Borch, danskan lækni og vísindamann í Höfn. Greinar úr nokkrum bréfa hans frá 1673 og 1674 voru prentaðar í „Acta Medica et philosophica“, tímariti sem virtasti vísinda- maður Dana á þeim tíma, Thomas Bartholin, gaf út. Ein af þeim er „De Sulphuris fodina Islandica“. Þar er lýst brennisteinshverum í Krýsuvík, og líkast til byggt á athugunum frá sumrinu 1655. Einnig er sagt frá miklum jarðskjálfta og lækkun í Kleifarvatni af hans völdum. Bréfið er ekki birt allt, heldur kafli úr því. Íslensk þýðing á grein Þorkels er í Landfræðissögu Þorvaldar Thorodden og á þýsku í 3. bindi „Island in Vergangenheit und Gegenwart“ eftir Paul Herrmann (1910). Um skjálftann og afleiðingarnar segir svo: „Ubi definit mons in præruptos scopulos, orientem versus, lacus est, ultra qvinq; M passuum in circuitu habens, qui olim scopulos istos ad altitudinem ped- um circiter trecentorum, alluit; Anno verò 1663 per magnum terræ motum (qui aliquot domus, non modo vicinas sed etiã remotas destruxit) in subterraneas (ut opinor) lacunas absorptus est, ita ut nunc sub prædictis scopulis, & in littore lacus, via sit pervia“. „Þar sem fjallið endar austan megin í bröttum hömr- um er stöðuvatn meira en 5000 skref ummáls. Fyrr- um laugaði það þessa hamra í um það bil 300 feta hæð. En í miklum jarðskjálfta árið 1663 (sem eyði- lagði allmarga bæi, ekki aðeins nálæga heldur einnig fjarlæga) sogaðist vatnið (að ég tel) ofan í glufur neð- anjarðar svo að fært varð eftir ströndinni neðan undir áðurnefndum hömrum“. Tvö atriði í grein Þorkels eru athugaverð. Annað varðar færa leið neðan undir klettunum, hitt vatnshæð- ina fyrrum. Austan megin í fjallinu (Sveifluhálsi) má kalla að séu brattir hamrar að Kleifarvatni, þó ekki samfelldir (1. mynd). Þeir byrja við Syðristapa og ná inn fyrir þann Innri. Aðdjúpt er að báðum stöpunum, en lækk- un eins og varð eftir 2000 skjálftann gerir fært neðan undir þeim Innri. Svo var um það leyti sem lægst var í nema allra innst. Þar varð ekki komist þurrum fótum. Aðdýpi er mikið að Syðristapa og þar sýnist ólíklegt að nokkurn tímann verði fært. Árni Óla (1940) segir þó svo hafa verið skömmu eftir aldamótin 1900: „Þá var sandströnd meðfram öllu vatninu að vestanverðu og hægt að komast eftir henni fyrir báða Stapana. Var þetta þá alfara leið“. Hann nefnir forvaða sem síðar mátti komast fyrir með því að hleypa hestum á sund. Um venjulegan forvaða er þó varla að ræða fyrir Syðristapa. Þar nær aðdýpið yfir of langan, sam- felldan kafla, sýnist manni. Um vegarlagninguna til Krýsuvíkur rétt fyrir 1940 getur hann þess, að „ekki hafi gengið á öðru en sprengingum“ úr hömrunum til að gera bílfært utan við og milli Stapanna, enda „er þarna hið argvítugasta vegarstæði“. JÖKULL No. 66, 2016 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.