Jökull - 01.01.2016, Page 134
Tobias Weisenberer, Íslenskum orkurannsóknum, Phono-
lite-hosted zeolite deposits in the Kaiserstuhl Volcanic
Complex, Germany.
Í lok ráðstefnunnar var móttaka til heiðurs Birgi,
Ingvari Birgi og Rögnu. Góður andi ríkti á ráðstefn-
unni sem um 70 manns sóttu og tókst hún vel í alla
staði, heiðursgestum og öðrum þátttakendum til mik-
illar ánægju.
Haustferð Jarðfræðafélagsins átti að fara 8. októ-
ber að Húsafellseldstöðinni en þegar dagurinn rann
upp var veður afleitt og fella þurfti ferðina niður.
Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins.
Jökull – fulltrúi félagsins í ritstjórn Jökuls: Gréta
Björk Kristjánsdóttir. Í ritnefnd, Karl Grönvold og
Kristján Sæmundsson.
Sigurðarsjóður – Þorsteinn Sæmundsson (formaður),
Freysteinn Sigmundsson og Kristín S. Vogfjörð.
Sigurðarmedalía – Olgeir Sigmarsson (formaður),
Ármann Höskuldsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Orðanefnd – Haukur Jóhannesson (formaður), Stein-
þór Níelsson og Ívar Örn Benediktsson.
Siðanefnd – Ívar Örn Benediktsson (formaður), Daði
Þorbjörnsson og Kristín S. Vogfjörð.
Löggildingarnefnd – Þorsteinn Sæmundsson (formað-
ur), Sigmundur Einarsson og Páll Halldórsson.
IUGS (International Union of Geological Sciences,
nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Sigurlaug María
Hreinsdóttir situr í stjórn fyrir hönd JFÍ.
Sigurlaug María Hreinsdóttir
Hörfunargarðar eru áberandi við Skaftafellsjökul. Þeir myndast í lok hvers vetrar þegar framskrið jökulsporðsins er meira en
hörfun hans. Þannig vitna garðarnir til um hörfun sporðsins ár frá ári. Á milli tjarnanna í forgrunni myndarinnar og lónsins
við jökuljaðarinn má telja um níu garða, sem af loftmyndum má ráða að mynduðust á tímabilinu 2000–2008. Innstu garð-
arnir benda til að samfellt lón hafi byrjað að myndast um 2007–2008. Bilið á milli garðanna gefur til kynna umfang hörfunar
jökulsporðsins á hverju ári. – The forefield of Skaftafellsjökull, SE-Iceland, comprises a series of recessional moraines that
record the annual retreat of the glacier margin in 2000–2008 prior to the formation of a continuous proglacial lagoon dur-
ing 2007–2008, although isolated lagoons had begun to form earlier. The spacing between the annual moraines indicates
the yearly rate of ice-marginal retreat. Ljósmynd/Photo. Ragnar Th. Sigurðsson. Texti/text Ívar Örn Benediktsson.
134 JÖKULL No. 66, 2016