Jökull - 01.01.2016, Page 142
Finnur Pálsson
Gamli skáli á Grímsfjalli í vorferð 2016: Efri mynd; séð til austurs. Þarna sér í ýmsan búnað, lengst til vinstri
stingst pústgrein varaaflstöðvar fyrir mælitæki upp úr jörðinni, þá GPS loftnet á upphituðum plasthólki, kap-
alrör sem liggur út úr myndinni liggur í að jarðskjálftanema, næst er fótstykki fyrir úrkomumæli, og á milli
bíls og rörs með hita- og sólgeislunarmæli sér í lok yfir hallamæli. Á skálagafli og utan á GPS hólknum eru
sólarhlöð fyrir mælitækin. Neðri mynd t.v., séð til vesturs meðfram suðurgafli skálans. Fyrir miðri mynd sést að
úrkomumælinum hefur verið komið fyrir, en vegna ísingar er tilgangslaust að hafa hann uppsettann að vetri. Til
hægri sést vatnsbræðslupotturinn „Bismark“ festur á borholutopp. Um innri pott leikur jarðhitagufa og bræðir
snjó sem í hann er settur. Í fötuna lekur vatn sem þéttist við kælingu milli ytri og innri potts. Neðri mynd
t.h., séð til vesturs: Þegar á þriðja tug leiðangursmanna með mikið magn mælitækja og annars búnaðar eru á
fjallinu, kemst ekki allt fyrir innanhúss svo geyma þarf hluta búnaðarins utandyra. – The oldest of three huts on
Grímsfjall and various instruments, top: view towards east, lower: view towards west. Ljósm./Photo. Finnur
Pálsson.
142 JÖKULL No. 66, 2016