Skírnir - 01.09.2003, Page 29
SKÍRNIR ENDURREISN MIKILLÆTIS OG STÓRMENNSKAN 255
Höfum við nútímamenn eitthvað að læra af hugsjón Aristótelesar
um mikillæti?
Hjá Kristjáni má finna enn eina vísbendingu sem vert er að
skoða og getur hjálpað okkur að finna svar við þessari spurningu.
Sem fyrr segir, tilgreinir Kristján heimspekinga 19. aldar sem
bandamenn í viðleitni sinni til að endurreisa stórmennsku í nú-
tímanum. Kristján nefnir m.a. þá Friedrich Nietzsche og John Stu-
art Mill, og hér mætti með réttu bæta við nöfnum Ralphs Waldo
Emerson, Sorens Kierkegaard og Henrys David Thoreau. En
Kristján tilgreinir einungis mjög almennar ástæður fyrir því að
tengja stórmennskuhugsjón Aristótelesar við Mill og Nietzsche
(og David Hume) þegar hann segir að sú hugsjón ætti „að höfða
til allra þeirra sem skilja siðferðið [...] veraldlegum, félagslegum
og hagnýtum skilningi [...]“4é og síðan bætir Kristján marxistum
á lista yfir þá sem hugsanlega myndu styðja stórmennskuhugsjón-
ina. Ein athugasemd mín hér er sú að hinn félagslegi og hagnýti
skilningur eigi betur við stórmenni Kristjáns en hinn mikilláta hjá
Aristótelesi. Önnur athugasemd mín er hins vegar sú að þeir hugs-
uðir 19. aldar sem Kristján nefnir (ásamt þeim sem ég bætti við)
tilgreina nákvæmari ástæður en Kristján gerir fyrir þeim hugsjón-
um sínum sem einna skyldastar eru hugsjónum Aristótelesar um
mikillæti. Rétt er að þessir hugsuðir leitast við að endurmeta krist-
in gildi samtímans og horfa iðulega, líkt og Kristján, til fornaldar
í þeirri viðleitni. Allir hafna þeir því að tengsl séu milli sterkra
hvata og siðleysis, þess að vera öflugur og siðlaus. Tengslin séu í
raun og veru á hinn veginn, eins og Mill bendir á í Frelsinu:
Mönnum hættir til að telja sterkar eigin hvatir hættulegar tálsnörur og
annað ekki. [...] Það eru ekki sterkar fýsnir, sem valda illri breytni, held-
ur sljó samvizka. Og ekkert bendir til, að sterkar ástríður og sljó sam-
vizka hljóti að fylgjast að. Þvert á móti.47
En það er ýmislegt annað sem skiptir máli hér. Eitt er að umrædd-
ir hugsuðir 19. aldar endurvekja fyrirlitningu á fjöldanum og
46 Kristján Kristjánsson, Mannkostir, bls. 106-107.
47 John Stuart Mill, Frelsid. Þýð. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1970), bls. 117, leturbreyting mín.