Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 213
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
439
VIII
Hvað er svo hægt að segja að lokum um fyrirlestur Renans? Hann
er tvímælalaust sögulegt plagg af fyrstu stærðargráðu, og sérlega
góður vitnisburður - ekki síst ef menn lesa hann ásamt öðrum
skrifum Renans frá þessum sama tíma - um þann mikla vendi-
punkt í Evrópusögunni þegar menn losnuðu við yfirgang Frakka
en fengu yfir sig yfirgang Þjóðverja í staðinn. Ef fyrirlesturinn
hefur svo á einhvern hátt stuðlað að því að stappa stálinu í Frakka
á þessum erfiðu árum eftir styrjöldina 1870, er ekkert nema gott
um hann að segja. Því má ekki gleyma að þegar Frakkar voru sigr-
aðir og niðurlægðir á vígvellinum urðu þeir andlegt stórveldi sem
lét ljós sitt skína um víða veröld í áratugi, í bókmenntum, heim-
speki, myndlist og tónlist. Forsprakkarnir voru svo sem ekki nein-
ir dýrðarmenn, umrenningur, þrælasali, enskukennari í mennta-
skóla, illræmdur tvíkvænismaður, misheppnaður kauphallar-
braskari, drykkfelldur dvergur - Verlaine, Rimbaud, Mallarmé,
Zola, Gauguin, Toulouse-Lautrec, svo fáeinir séu nefndir. En þeir
skildu eftir sig talsvert merkari spor en margur herkonungurinn,
og á þeirra tímum varð París um stund andleg höfuðborg álfunn-
ar. Ávöxturinn er órjúfandi hluti af menningararfi okkar tíma.
Inn í fræðilegar umræður um „þjóðerni" á fyrirlesturinn hins
vegar ekkert erindi. Til þess er hann fyrst og fremst allt of bund-
inn sínum tíma, bundinn af deilum um liðna atburði og viðhorf-
um sem upp úr þeim eru sprottin. En ofan á það bætist að kenn-
ingarnar byggjast á forsendum sem ekki er hægt að taka gildar og
rökum sem standast ekki. Nauðsynlegt er að taka málið upp á allt
öðrum grundvelli.
Þó mætti finna eina hlið þar sem fyrirlesturinn kemur við sögu.
í stað þess að halda áfram þessum miðlungi merku umræðum um
„þjóðerni" er fyrir löngu kominn tími til að staldra við og líta yfir
þær eins og þær hafa nú þróast. Það þyrfti sem sé að taka þessar
umræður til athugunar með aðferðum hugmynda- og hugarfars-
(Tusculanae disputationes, I, 17, 39), en það er á öðru sviði og latneska setning-
in er frábrugðin.