Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
431
tíðarsýnarinnar og „viljans til að lifa saman“? Það virðist afskap-
lega hæpið. Enginn er skuldbundinn til að dást að hetjulegri for-
tíð, miklum mönnum og landvinningum, á slíku getur hver haft þá
skoðun sem hann vill og þeir eru ófáir sem hafa ímugust á hernað-
arbrölti; því er hætt við að einhver lóusöngur „dýrðin-dýrðin“ úti
í móa verði ekki haldgott steinlím í þjóðarbyggingu, jafnvel þótt
hann kunni að vera vélvæddur. Helst er hætta á að leiðtogar geti
notfært sér fortíðarsýn af þessu tagi til að ala á þeirri hlið „viljans
til að lifa saman“ sem síst skyldi, sem sé þjóðernisrembingi og
þjóðernisæsingu. Ef það er rétt sem David Strauss segir að Frakk-
ar hafi áratugum saman nærst á þeirri hugmynd að Rín væri
„náttúruleg landamæri" Frakklands er líklegt að hún hafi ekki síst
byggst á endurminningunni um herferðir Napóleons 1. sem dró
þar á bökkunum landamæri fyrsta keisaradæmisins að stórum
hluta.63 Og vera má að slík hugmynd hafi átt þátt í því rasshand-
arlagi sem leiddi til hrakfaranna 1870.
í þessum umræðum um fortíð og endurminningu almennt er
þó eins og ýmis meginatriði hafi gersamlega farið framhjá meist-
aranum. Það er t.d. sú mikla endurminning sem falin er í tungu-
málinu sjálfu, í bókmenntum sem á því eru ritaðar eða sagðar og
lifa á vörum almennings, í alls kyns þjóðvísum, þjóðsögum og til-
vitnunum sem frá þeim eru komnar, í málsháttum, orðskviðum og
ekki síst í orðunum sjálfum. Það er helvískur Hornafjarðarmáninn
sem merlar sínu silfri á Suðausturland, marbendill sem hlær, vötn-
in sem falla til Dýrafjarðar, breiðu spjótin sem nú tíðkast, Sleipn-
ir sem boraði byrgið í svörðinn, skipulagið sem vér skulum breyta,
guðirnir sem eiga nú að ráða, og þannig mætti endalaust halda
áfram, blaðsíðu eftir blaðsíðu. Sama máli gegnir einnig um
sögupersónur sem eru kannske komnar úr raunveruleikanum en
lifa fyrst og fremst eins og þær eru myndbreyttar í sögnum og
63 Sbr. Lucien Febvre: Le Rhin, histoire, mythes et réalités (París 1997, fyrsta útg.
1935), bls. 214-235. Höfundur nefnir þær hugmyndir Frakka að íbúar Rínar-
landa hafi ekki átt aðra ósk heitari á þessum tíma en að lönd þeirra verði hluti
Frakklands, og vitnar m.a. í bréf Edgars Quinet frá 1830: „Alþjóð á Rínar-
bökkum bíður aðeins eftir að merki sé gefið til að sameinast Frakklandi" (bls.
228).