Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 216
442
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
SKÍRNIR
í titli ritverks Birnu kemur fram vísbending um þá tvíhyggju sem set-
ur nokkuð svip sinn á verkið. Ekki er aðeins um að ræða hold og anda,
heldur og líf og dauða, list og líf, skáldskap og veruleika, sköpun og
dauða. ísland annars vegar og meginland Evrópu hins vegar. Slíkar
tvenndir eru vel þekktar í trúarbrögðum og heimspeki, og er reyndar oft
um andstæðar hugmyndir að ræða. En Birna nýtir sér ekki andstæðurnar
sem slíkar nema að litlu leyti, henni er meira í mun að huga að mörkun-
um þar sem hugmyndir mætast, þar sem þær dragast hver að annarri eða
hrinda hver annarri frá sér. Það er við mörkin sem upphafið er, þar verð-
ur líf til. Þar verður sköpun.
Ritgerð Birnu stendur líka á mörkum. Ekki er um að ræða bók-
menntalega greiningu á verkum Guðbergs Bergssonar í eiginlegri merk-
ingu þess orðs, heldur frekar, eins og segir í inngangi, „sviðssetningu og
úrvinnslu hugmyndasögulegrar og fagurfræðilegrar samræðu" (bls. 16).
Ritið er því á mörkum hugmyndasögu, fagurfræði og bókmenntafræði. í
þessu sambandi er vert að veita athygli orðinu samrœða. Það orð er eitt af
lykilorðunum í riti Birnu. Hún telur að skáldverk Guðbergs Bergssonar
feli í sér áralanga samræðu við íslenska mermingu og samfélag. En hið
sama má segja um rit hennar sjálfrar, að það feli í sér samræðu við þessa
sömu menningu og samfélag. Hún reynir sem sagt að þoka umfjöllun um
verk Guðbergs úr ákveðnu fari og koma henni í nýjan farveg þar sem víð-
áttan ríkir, án þess þó að borinn sé á borð fyrir lesendur einhver
stórisannleikur. Samræða Birnu er opin að hætti Guðbergs. Sannleikurinn
er raunar ekki það sem nútímamaðurinn er helst á höttunum eftir, orðið
hefur verðfall á sannleikanum, hvort sem hann er af trúarlegum toga eða
vísindalegum, og Birna spyr eins og margir aðrir hafa gert, hvað kemur
eða hefur komið í stað hans? Gæti það verið listin eða fagurfræðin?
Spurningin er samt ekki ný af nálinni, og má rekja sig eftir mismun-
andi útgáfum af henni aftur til 19. aldar. Svörin hafa því ekki verið afger-
andi og á einn veg. Guðbergur virðist hafa haldið sig við hugmyndina um
afstæði, að allt sé breytingum undirorpið og það í orðsins fyllstu merk-
ingu. Stöðug hreyfing er undirstaða alls sem lifir, og þá um leið lista og
fagurfræði. Eitt eyðist og nýtt tekur við og verður ekki annað séð en hann
telji það jákvætt, að því tilskildu að maðurinn og listamaðurinn beri
ábyrgð á því sem hann tekur sér fyrir hendur. Af umfjöllun Birnu að
dæma er hún sama sinnis og Guðbergur, og er til marks um það hin ein-
staklingsbundna fagurfræði sem hún nefnir svo.
Mörkin sem ég var að minnast á hafa orðið ýmsum andans mönnum
hugleikin, enda á margt uppruna sinn við þau. Eins og Birna bendir á
dvelur franski höfundurinn Maurice Blanchot (1907-2003) í verki sínu
L’écriture du désastre2 (Að skrifa um skelfinguna) við reynsluna af nótt-
2 Maurice Blanchot, L’écriture du désastre, París: Gallimard, 1980.