Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 245
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
471
Hvað vill konan?
Eftir að franski sálgreinandinn Jacques Lacan sýndi fram á að kona-« (La
Femme) ætti ekkert eigið tákn í hinni táknrænu reglu hafa margir tekið í
sama streng og bent á að hugmyndin um konuna er sú að hún sé andstæða
karlsins; hún er ekki það sem hann er, hann er reglan, hún undantekning-
in, hún er eftirmyndin og þess vegna er hann, frumritið, til. Og franski
heimspekingurinn Monique Wittig spyr í framhaldi af því: Ef þetta er
staða konunnar - hver er þá staða lesbíunnar? Hún er ekki-kona, ekki-
táknuð, hún á sér hvergi stað.53 Samt er hún þarna og tilvist hennar verð-
ur ógnvekjandi ef hún gerist keppinautur karlsins um konu-na. Lesbían
kemur að kerfinu frá hlið og sýnir að kon-an er til þó að hún sé ekki það
sem menn hafa sagt að hún sé og þó að hún sé ekkert eitt og ekkert eðli-
legt við það hlutverk sem „henni“ er ætlað í karlveldissamfélagi. Hinseg-
in fræðin hafa þannig varpað mjög gagnrýnu ljósi á fyrirbærið „gagnkyn-
hneigð" og sýnt á hve veikum grunni sú hugmyndabygging stendur.
Ef lesbían er ekki til sem gerandi í táknkerfinu, hvernig getur hún þá
táknað þrá sína? Innan lesbískra hreyfinga hafa alla tíð verið til tvenns
konar hlutverk sem kölluð eru „butch“ og „femme“. Síðara hugtakið er
franska og þýðir einfaldlega „kona“ en orðabók Websters gefur auka-
merkinguna „kona sem leikur kvenhlutverk í lesbísku sambandi“. Fyrra
hugtakið er hins vegar erfiðara að útskýra og ómögulegt að þýða. Web-
ster segir að hugtakið hafi fyrst komið fram um 1941 og merki „mjög
karlmannlegur maður“ eða „kona sem leiki karlhlutverk í lesbísku sam-
bandi“ en áður hafi Butch einfaldlega verið karlmannsnafn.54 Eru
„butch/femme“-hlutverkin þá einfaldlega eftirlíking lesbískra kvenna á
gagnkynhneigðum, býsna stöðluðum hugmyndum um hið kven- og karl-
mannlega? Nei, segir Tiina Rosenberg: Þær eru alls ekki að líkja eftir þeim
gagnkynhneigðu heldur stílfæra þær kynið, þær sviðsetja og leika kyn
sem er ekki til og mun aldrei verða til.55
Lesbían sem tekur sér hlutverk „femme" er þannig líkleg til að verða
ofurkvenleg, vera sú alsætasta og blíðasta, og þess vegna er hún líkleg til
að falla inn í hóp kvenlegra kvenna og lesbíanismi hennar verður ósýni-
legur nema hún sé í för með „butchtýpunni", þá verður hennar hlutverk
53 Monique Wittig: „One is not born a Woman“ í The Lesbian and Gay Studies
Reader, Routledge, Lundúnum og New York, 105.
54 http://www.yourdictionary.com/ahd/b/b0577900.html.
55 „Butch/femme-rollspelet ár inte spánnande dárför att det representerar hetero-
sexuellt begár utan dárför att det inte gör det. Butch/femme-kulturens genus-
stilisering för fram maskuliniteten som stil, nágot som inte automatiskt iscen-
sátts av heterosexuella kvinnor." Tiina Rosenberg 2002, 76.