Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 44
270
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
Þessar hugmyndir sáu margir skarptþenkjandi Bretar sem
mengunarmistur frá meginlandinu. Töldu þeir brýnt að hreinsa
andrúmsloftið með skýrri hugtakagreiningu, því að heimspeking-
ar væru farnir að taka miklu meira upp í sig en tungumálið leyfði.
Bók G.E. Moores, Principia Ethica, sem kom út 1903, var að
margra mati sú vindhviða sem feykti mengunarmistrinu aftur til
föðurhúsanna, austan við sundið.8 Við skulum því staldra stutt-
lega við kenningu Moores.
Flestir siðfræðingar hefjast handa á því að draga siðfræðilegar
ályktanir af kenningu sinni um manneðlið og veruleikann. Moore
gerir það ekki heldur byrjar á því að greina þær heimspekilegu
spurningar sem mikilvægast sé að leita svara við í siðfræði. Þessum
spurningum verði að svara áður en sjónum er beint að eiginlegum
siðfræðilegum spurningum. Þetta segir Moore vera vegna þess að
öll helstu deilumál og vandamál siðfræðinnar stafi af því að menn
leiti svara við siðfræðilegum spurningum án þess að hafa fyrst gert
sér grein fyrir nákvæmlega hvaða spurningum þeir eru að svara.9
Hann bendir á að siðfræðingar hafi almennt látið sig tvær spurn-
ingar skipta:
(1) Hvaða fyrirbæri ættu að vera til sjálfra sinna vegna?
(2) Hvaða athafnir ættum við að framkvæma?
Moore hefur út af fyrir sig ekkert við þessar spurningar að athuga.
Vandkvæði siðfræðinnar liggja, að hans mati, í því að siðfræðing-
ar hafi ekki greint skýrt á milli þessara tveggja spurninga og hafi
auk þess ruglað þeim saman við aðrar spurningar. Staðreyndin sé
hins vegar sú að þessar tvær spurningar eru í raun eðlisólíkar; þeirri
síðari sé hægt að svara á grundvelli reynslu en svarið við fyrri
spurningunni verði ekki byggt á neinum reynslugögnum. Það er
8 Lafði Mary Warnock skrifar: „Into this atmosphere, the philosophy of G.E.
Moore brought a sharp and clarifying wind.“ Ethics Since 1900 (Oxford: Oxford
University Press, 1978), s. xx. í ljósi þessa er það líka athyglisvert að Moore
hreifst framan af ferli sínum mjög af hugmyndum Bradleys. John O. Nelson,
„Moore, George Edward“, Encyclopedia of Philosophy, 5. bindi, ritstj. Paul Ed-
wards (New York: Macmillan, 1967), s. 373.
9 G.E. Moore, Principia Ethica (Cambridge: Cambridge University Press, 1948),
formáli, s. vii.