Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 112
338
JÓN MA. ÁSGEIRSSON
SKÍRNIR
í þessum stefjum Abrahamskeðjunnar birtist hið nýja samfélag
Jesú, kirkjan, sem hinn sanni arftaki blessunarinnar. Esaú hefur
loks verið gert rétt til, Jakob borinn til grafar og Jósef hverfur af
sviðinu á meðan Móse táknar hinn nýja Israel eins og fyrirmynd
Jesú og samfélags heilagra í andanum. Enda þótt Guð sé Guð höf-
uðfeðranna þriggja (Abrahams, ísaks og Jakobs) er Abraham
tengiliðurinn við fortíð sem og samtíð höfundar þar sem nýtt sam-
félag er orðið til að fyrirmynd Móse.
Þannig notar Lúkas þessi stef um Abraham til að skýra sam-
tímaupplifun á fornum grunni (etiology). I Tvíbókarritinu hefur
Lúkas dregið saman og útfært hugmyndina um hjálpræðið til
handa Gyðingum og Grikkjum (heiðingjunum) á grundvelli sem
Markús guðspjallaskáld40 var ófær eða óviljugur að byggja á eða
hafði ekki ástæður til að grundvalla. Lúkas hefur í senn njörvað
hin nýju trúarbrögð niður í sögulegri arfleifð og skrifað sögu þeirra,
eins og lokakaflann, í átökum á milli ólíkra hópa í frumkristni. Þar
hafði Markús fyrir löngu gefið tóninn, en Matteus og Jóhannes
endurspegla þá hópa sem ólíkastir voru í baráttunni um völdin í
vaxandi miðstýringu þeirra afla sem um síðir sigruðu fyrir tilstilli
pólitískra valdhafa. Hefði Lúkasi nokkru sinni tekist þetta ef at-
burðirnir sem hann lýsir hefðu ekki verið löngu liðnir, enda þótt
hann gefi í skyn að hann þekki þá harla vel?
Um leið snertir sagan þeiman skáldskap guðspjallamannsins.
Tengslin sem Lúkas byggir (myth making) eru svar hans við spurn-
ingum og vangaveltum fólksins um stöðu sína sem vissulega á sér
ekki augljóst upphaf. Með því að vefja saman stefjum sem höfða
ýmist meir til Gyðinga eða Grikkja (heiðingja), tekst Lúkasi að
finna þeim sameiginlegan arf sem megnar að halda þessu samfélagi
saman og verða fyrirmynd síðari kynslóða sem, eins og heiðingj-
arnir á hans eigin tíð, eiga fátt sameiginlegt með arfleifð Gyðinga.41
40 Orðfæri íslensku hómilíubókarinnar, sbr. Sigurbjörn Einarsson o.fl., ritstj., ís-
lensk hómilíubók. Fornar stólrœöur (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1983), 81 (þar notað um Matteus).
41 Um hugmyndir guðfræðinga og trúarbragðafræðinga um samband samfélags-
mótunar og frásögulistar, sjá t.d. Jonathan Z. Smith, Imagining Religion: From
Babylon to Jonestown (Chicago Studies in the History of Judaism; Chicago og
Lundúnum: The University of Chicago Press, 1982).