Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 104
330
JÓN MA. ÁSGEIRSSON
SKÍRNIR
þar sem lesturinn sjálfur er orðinn texti á milli texta.19 En ef raun-
in er þessi, hvernig er þá hægt að tala um sagnfræði og sögulegan
arf trúarlegs texta úr horfinni tíð eins og Lúkasar guðspjalla-
manns?
Endurtekningin
Lúkasarguðspjall og Postulasagan, eða Tvíbókarritið, eins og ritin
eru oft nefnd einu nafni, hafa verið rannsökuð í ljósi ólíkra hug-
mynda um eðli sagnfræðinnar.20 Ástæðan hefur einkum verið sú
að Lúkas þykir ljóslega álíta sjálfan sig sagnaritara eða sagnfræð-
ing, að minnsta kosti að þeirra tíma skilningi, og er þá einkum
vitnað til orða höfundar í formála þar sem segir:
Nú hefi ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af
að rita samfellda sögu fyrir þig, göfugi Þeófílus (Lk 1.3).21
Áður hefur Lúkas vitnað til forvera sinna á þessu sviði (Lk 1.2), og
eins til Þeófílusar sem þegar hefur augljóslega heyrt „frásagnir"
(Lk 4.4) af þeim „viðburðum" (Lk 1.1) sem hér um ræðir. En hvert
er eðli þessara atburða sem vísað er til? Að hefðbundnum hætti
eða alþýðlegum hefur allt sem á eftir fer í máli Lúkasar verið skil-
ið sem einhvers konar upptalning og frásaga af ævi Jesú frá vöggu
19 Sjá t.d., Peter D. Miscall, „Texts, More Texts, A Textual Reader and a Textual
Writer," í George Aichele og Gary A. Phillips ritstj., Intertextuality and the
Bible (Semeia 69/70; Atlanta, GA: Scholars Press, 1995), 247-260.
20 Um Tvíbókarritið sjá t.d., Mikeal Carl Parsons og Richard I. Pervo, Rethink-
ing the XJnity of Luke and Acts (Minneapolis, MN: Fortress, 1993).
21 Tilvitnanir í Biblíuna eru sóttar í nýjustu útgáfu hennar, Biblían. Heilög ritn-
ing, Gamla testamentið og Nýja testamentið (Reykjavík: Hið íslenska biblíufé-
lag, 1981). Loveday Alexander hefur fjallað um formála Lúkasar í guðspjallinu
(Lk 1.1—4) og Postulasögunni (P 1.1) í ljósi samtímabókmennta og hins félags-
lega umhverfis sögumannsins (höfundarins). Alexander telur þessa formála eiga
meira sameiginlegt með vísindaritum frá lokum fornalda fremur en „eiginleg-
um“ sagnfræðiverkum frá sama tíma. Sú niðurstaða snertir eftir sem áður að-
eins bókmenntaflokk ritanna eða jafnvel aðeins formálanna sem slíkra en ekki
eðli sagnfræðiritunar. Sjá bók hennar, The Preface to Luke’s Gospel. Literary
Convention and Social Context in Luke 1.1-4 and Acts 1.1 (Society for New
Testament Studies. Monograph Series 78; Cambridge: Cambridge University
Press, 1993).