Skírnir - 01.09.2003, Page 163
EINAR MÁR JÓNSSON
Ernest Renan og þjóðernið1
i
I prætum líðandi stundar um íslenskt þjóðerni er einu gjarnan
tyllt í öndvegi: skilgreiningu Ernest Renans á því hvað sé „þjóð“.
Er eins og sumir telji að kenning hans, sem hneppt er í meitlaðan
orðskvið og munntöm eftir því, sé eins konar lokasannleikur og
jafnframt fastur grunnur sem fræðimenn geti síðan timbrað hallir
sínar á. Þetta má t.d. lesa í ýmsum ritum Guðmundar Hálfdanar-
sonar, þar sem hann leggur að því er virðist skilgreiningu Ren-
ans til grundvallar fyrir sínar eigin bollaleggingar og hnykkir á
henni um leið með nokkrum hljómmiklum hrósyrðum. Undir
millifyrirsögninni „Hvað er þjóð?“ byrjar hann t.d. greinarkafla
svo:
Fyrir rúmri öld hélt franski trúarbragðafræðingurinn Ernest Renan ann-
álaðan fyrirlestur við Sorbonne-háskóla í París sem bar yfirskriftina
„Qu’est-ce qu’une nation?“ (Hvað er þjóð?), en fyrirlesturinn hefur hlot-
ið verðskuldaðan sess sem eitt merkasta framlag fræðimanns til skilgrein-
ingar á þjóðarhugtakinu. Þar vegur Renan og metur þá þætti sem oft telj-
ast ákvarða þjóðerni manna, og nefnir þar sérstaklega kynþætti, tungu-
mál, trú, sameiginlega hagsmuni og landafræði. Niðurstaða hans er sú að
enginn þeirra dugi til vísindalegrar skilgreiningar á fyrirbærinu. Þjóðerni,
sagði hann, er ekki hægt að skilgreina á annan hátt en þann að það ráðist
af sameiginlegum vilja einstaklinganana; eða, svo notuð sé fleyg líking úr
fyrirlestrinum, „líf þjóðar er [...] dagleg atkvæðagreiðsla."2
1 Ég þakka Lofti Guttormssyni fyrir yfirlestur þessa pistils og ábendingar.
2 Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir íslendinga að þjóð? Nokkrar hugleið-
ingar um uppruna og eðli þjóðernis“, Skímir 170, 1996, bls. 11. Þessi grein birt-
ist síðan í nokkuð breyttri mynd sem fyrsti kafli rits G.H. Islenska þjóðríkið -
uppruni og endimörk (Reykjavík, 2001) og þá undir titlinum „Hvað er þjóð?“.
Ég vil taka það fram að rit G.H. barst mér ekki í hendur fyrr en grein mín var
komin á rennibekkinn.
Skírnir, 177. ár (haust 2003)