Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 267
SKÍRNIR
HINN SÖGULEGI JESÚS SEM FYRIRMYND
493
mála, meðal annars á íslensku.31 Harnack spyr í ritinu: Hvert er eðli krist-
indómsins? í leit að svari snýr hann sér að boðskap og persónu Jesú sem
miðlað er í fagnaðarerindi frumsafnaðarins um Jesú Krist. Síðan rekur
hann sig áfram eftir sögu kristninnar og dregur fram allar megináherslur
hennar og ber þær síðan saman við fagnaðarerindið. Þá fer hann öfuga
leið og ber fagnaðarerindið saman við meginstrauma og stefnur í sögu
kristindómsins. Vandinn sem skýra þarf í upphafi er sá hvað sé nýtt í
fagnaðarerindi Jesú. Eingyðistrúin og áherslan á manninn sem einstakling
og trúarlíf hans var þegar til í gyðingdómi. í sálmum Gamla testamentis-
ins er sálarlífi og trúarglímu einstaklingsins lýst á djúpstæðan og innileg-
an hátt.32 Kraftaverk og undur Jesú greina hann ekkert sérstaklega frá
umhverfi sínu, þau voru einfaldlega hluti af heimsmynd þess tíma (30-31,
51). Spurningin snýst ekki um kraftaverk, heldur það hvort maðurinn sé
fangi óhagganlegra lögmála veruleikans eða hvort til sé Guð sem heldur
um stjórnartaumana og ieiðir mann og heim (28-29).
í boðun Jesú er hægt að greina þrjár megináherslur sem eru eins og
aðalsmerki boðunarinnar að mati Harnacks. í fyrsta lagi er um að ræða
áherslu á guðsríkið og komu þess, í öðru lagi Guð föður og óendanlegt
gildi mannssálarinnar, í þriðja lagi æðra réttlæti og kærleiksboðorðið.
Jesús leggur í boðun sinni ríka áherslu á að maðurinn sé barn Guðs (46).
Siðferðilegt gildi boðskapar Jesú kemur fram í kenningu hans um hið
æðra réttlæti og tvöfalda kærleiksboðorðið.33 Hann losar góðverkin und-
an fargi helgisiða og guðræknisiðkunar og tengir þau beint við daglegt líf
manna. Inntak þeirra er mannúð og kærleikur, en markmiðið þjónusta við
náungann í leik og starfi. Harnack sýnir fram á tengsl boðskapar Jesú við
félagslega þjónustu samfélagsins gagnvart þeim sem minna mega sín inn-
an samfélagsins (80-81). Gagnvart einstaklingnum á kærleikurinn að
gagntaka sálina og gera manninn auðmjúkan. Hann er sem innra afl hins
nýja lífs mannsins. Kjarninn í boðskap Jesú á við á öllum tímum og við
allar aðstæður. „Fagnaðarerindinu er beint að hinum innra manni, sem
alltaf verður sá sami, hvort heldur hann er heill eða sár, líður vel eða illa,
31 Áður höfðu fyrstu fjórir fyrirlestrarnir ásamt inngangi Jóns Helgasonar verið
gefnir út undir heitinu „Hvað er kristindómur?", Reykjavík 1916. Þessi útgáfa
er fyrir margra hluta sakir merkileg og nægir að nefna í því sambandi að að
henni stóðu tveir biskupar. Af því má draga ályktanir um þau ríku áhrif sem
Harnack hafði á frjálslyndu guðfræðina á íslandi.
32 Adolf von Harnack 1926: 39^14. Framvegis vísað til blaðsíðutals innan sviga í
meginmáli.
33 „Hann svaraði honum: .Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu,
allri sálu þinni og öllum huga þínum.‘ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.
Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.‘ Á þessum
tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir" (Mt 22.37-40).