Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
ERNEST RENAN OG ÞJÓÐERNIÐ
397
Það er kannske sparðatínsla að nefna það, en til að gera sem
minnst úr allri þessari fornu óþjóð beitir meistarinn hér orðaleik:
sú sögn sem hann notar, mener, merkir að „leiða (lýðinn) áfram“
og er því vel við hæfi um þjóðhöfðingja, herforingja og aðra slíka
syni sólar og himins, en hann hefur hana í sambandinu mener un
troupeau sem þýðir einungis að „reka húsdýrahjörð", og þarf ekki
að undirstrika hvað það er niðrandi.10 En þó að þessi myndhvörf
ættu eitthvað skylt við veruleikann, hvers vegna ætti það að koma
í veg fyrir að Egyptar, Kínverjar og Kaldear hafi á sínum tíma ver-
ið „þjóðir“? Framhaldið er í sama anda en með breyttu orðalagi:
Áður en Gallía, Spánn og Ítalía voru felld inn í Rómaveldi, voru þetta
söfn af ættflokkum (peuplades), sem voru stundum í bandalagi hverjir við
aðra en án miðstjórnar, án konungsætta. Heimsveldi Assýringa, Persa,
Alexanders mikla voru heldur ekki föðurlönd (patries). Það voru aldrei
neinir assýrskir föðurlandsvinir (patriotes).
Og skömmu síðar: „Rómaveldi komst miklu nær því að vera föð-
urland (patrie).“
Kannske verða sumir lesendur ringlaðir á þessu stikli á orðum,
en nú ættu forsendur meistarans sem skutu upp kollinum í inn-
ganginum að vera orðnar alveg skýrar: hann njörvar viðfangsefn-
ið niður á hið þrengsta svið stjórnmála, „þjóð“ er ekki til, að hans
dómi, nema innan ramma valdstjórnareiningar, hún þarf að hafa
„miðstjórn" eða „konungsætt", en það er þó ekki nóg, hvaða vald-
stjórnareining sem er telst ekki þjóð, heldur þurfa menn einnig að
líta á hana sem „föðurland“, vera „föðurlandsvinir“ og starfa með
einhverjum hætti sem virkir borgarar. Á þessum forsendum held-
ur meistarinn því fram að „þjóðir séu nokkuð nýtt fyrirbæri í sög-
unni, í fornöld voru þær ekki þekktar.“'1 En til að komast að þess-
10 Eða skyldi meistarinn hafa verið að lesa Stjómmálamanninn eftir Platon,
261c-262a? En þá hefur hann lesið Platon eins og andskotinn biblíuna.
11 ívitnað rit, bls. 38. Þess ber reyndar að geta að meistarinn hefur hér vissan fyr-
irvara. Hann er nýbúinn að nefna nokkrar „þjóðir" samtímans, „Frakkland",
„England" o.fl. og segir að „þjóðir“ íþessari merkingu séu nokkuð nýjar í sög-
unni. Þetta má vafalaust til sanns vegar færa út af fyrir sig en segir ekki neitt.
Það er nefnilega auðveldur leikur, en fremur tilgangslítill, að taka eitthvert fyr-
irbæri sögunnar, skilgreina það þröngt eins og það var á einhverju tímabili og