Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 247
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
473
og umsvifalaus áhrif. Ýmislegt sem fellur undir smekkleysu er jafnframt
listlíki („kitsch") enda byggist smekkleysan á fagurfræði sem er mjög sér-
kennileg, þar er gervimennskan, ýkjurnar, hið leikrxna í fyrirrúmi. Mark-
miðið er að draga áhorfandann á tálar - þegar í stað. Smekkleysan er
hvorki ný af nálinni né einkenni nútímans, fjarri fer því. Við sjáum áhersl-
ur smekkleysunnar á hið ýkta, stílfærða og tilgerðarlega, áherslu á form
og yfirborð og yfirborðslegan glæsibrag í list og menningu síðasta hluta
17. aldar og fyrri hluta 18. aldar.60 Smekkleysan blómstrar í gotnesku
tískunni á fyrri hluta 19. aldar og ókrýndur konungur smekkleysunnar
undir lok þeirrar aldar var skáldið Oscar Wilde.
Susan Sontag telur að greina verði á milli einlægrar, ómeðvitaðrar og
meðvitaðrar smekkleysu. Ösvikin smekkleysa er alltaf einlæg, ástríðufull
og saklaus. Meðvituð smekkleysa verður of sjálfhverf og hefur ekki til að
bera hinn einlæga leikaraskap ósvikinnar smekkleysu. Það má alltaf þekkja
smekkleysuna á því að hún vill gera svo (alltof) mikið. Ofgnóttin, ofhlæð-
ið hefur þau áhrif að það er ómögulegt að taka hana alvarlega. Alvara
hennar kemur alltaf öfugt út.61 Þess vegna eigum við stundum erfitt með
að njóta smekkleysu líðandi stundar. Við erum of nálægt henni - hún
gengur fram af okkur enda eru það hennar lífsskilyrði.
Það er ekki „femmetýpan" sem dregur að sér athygli fyrir að ögra
með smekkleysum heldur er það „butchtýpan" sem menn eiga erfiðara
með að kyngja. Tiina Rosenberg segir að í hinni lesbísku menningarhefð
hafi „butchtýpurnar“ ekki verið sérlega hátt skrifaðar og það hafi verið að
hluta til spurning um uppruna, stétt og stéttabaráttu. Þessar stelpur hafi
oft komið úr verkalýðsstétt, unnið erfiðisvinnu og sviðsett sig eftir því
sem verkalýðshetjur og kjarnakerlingar. Á sjöunda og áttunda áratugnum
hafi annarrar bylgju femínistar haft horn í síðu „femme/butch“ skipting-
arinnar og fundist að hún væri eftirlíking á kynjakerfi kúgarans. Það þýð-
ir hins vegar ekkert að banna „butchtýpunni" að vera karlmannleg því að
hún hvorki getur né vill vera öðruvísi. Þriðju bylgju femínisminn hefur
60 Susan Sontag nefnir málara, skáld og tónlistarmenn frá 17. og 18. öld sem dæmi,
þar á meðal Caravaggio, Georges de La Tour, Pope, Pergolesi og fleiri (sama rit,
280-281).
61 „Smekkleysur" verða ekki sjálfkrafa til þó að höfundar vilji gera svo mikið að
vopnin snúist í höndum þeirra og verkið verði „agalegt". Þetta er mikilvægt,
því að ef allt sem hámenningin dæmir siðlaust, smekklaust og óviðeigandi er
kallað „smekkleysa" missir hugtakið merkingu sína. „Aðeins það sem hefur
hina réttu blöndu af ýkjum, fantasíu, ástríðu og einlægni/naívíteti [er smekk-
leysa]“, segir Susan Sontag, 283. Miðjumoðið nær því sjaldnast að verða
smekkleysa, það er þegar höfundurinn hefur metnað og ástríðu til að slá í gegn
hvað sem það kostar sem við sjáum ekta smekkleysu í bókmenntum og kvik-
myndum. Ég hef skrifað um smekkleysu í verkum Karenar Blixen og Halldórs
Laxness í greininni „Blixness" í Undirstraumum, 1999.