Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 241
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
467
myndum? Okkur er líka gert ómögulegt að svara því hver lifði og hver
dó.44
í ritgerðinni „Sú ást sem nú vogar að hvísla sitt nafn“ segir Lina Ant-
man: „Það mætti segja að skáldsögurnar Kaldaljós (1987), Eg heiti Isbjörg
- ég er Ijón (1989) og Stúlkan í skóginum (1992) myndi eins konar stíl-
fræðilega þrennu eða skáldsagnaklasa; þær minna að mörgu leyti hver á
aðra og það er bæði kuldi og (bæld) reiði í stílnum. I Grandavegi 7 (1994)
slaknar svo á stflnum og hún er á einhvern hátt sér á parti en Z - ástarsaga
(1996) er langeinföldust að formi og stfl. í Stúlkunni ískóginum og Lend-
um elskhugans og Z - ástarsögu verður svo hið lesbíska kynferði æ meira
að viðfangsefni og mynda þessar þrjár sögur þrennu að því er varðar
efni.“45
Hið lesbíska kynferði er viðfangsefni Z - ástarsögu, hvergi er dregin
dul á það í textanum, þar sem þrá bókarinnar og næmi koma saman í
sterkri erótískri þrá og ástum kvennanna tveggja. Við hittum t.d. Skagen-
mynd Kroyers aftur í þessari vísun: „Um nóttina dreymdi mig að við
gengjum allsberar á hvítri strönd og leiddumst. Ég hló þegar ég vaknaði
af því að draumurinn var einsog mynd eftir Skagenmálara nema við vor-
um fatalausar. Ströndin var sú sama“ (65). En það eru líka dökkir tónar í
sögunni sem kallast á við hina neikvæðu hlið andstæðuparanna hér að
framan, merkta aðskilnaði, hnignun, ólíkindalátum, tilfinningasemi, eftir-
líkingum, veikindum og dauða.
Ef til vill má sjá hliðstæður á milli Z - ástarsögu og „Ferðaloka"
Jónasar Hallgrímssonar í því að elskendurnir ná aldrei saman og geta
aldrei gert samband sitt „varanlegt" af því að aðskilnaðurinn vofir yfir
þeim. Ljóð Jónasar tjáir fyrst og fremst hina sterku þrá hans eftir ástinni,
að mínu mati. I Z - ástarsögu vill Anna fast samband en Z treystir sér ekki
til að fara frá manni sínum og fjölskyldu. Þegar Z velur að taka skrefið og
lýsir sig reiðubúna vill Anna ekki afsala sér frelsinu til að lifa og deyja á
sinn hátt. Anna skrifar Z í ljóðum, Z svarar með prósa. Z er jafnopin pers-
óna og Anna er lokuð. Vigdís Grímsdóttir segir að í raun takist „... sag-
an á við spurninguna um það hvort fólk þori eða geti gefið sig annarri
manneskju og hvort óttinn við að missa frelsið yfirgnæfi ekki alltaf ást-
44 Sjá Dagný Kristjánsdóttir: „Den dode kvinden lever“ í Elisabeth Mnller Jensen
(ritstj.): Nordisk kvindelitteraturhistorie, 4. bindi, Rosinante/Munksgaard,
Kaupmannahöfn 1997, 457.
45 Lina Antman: „Sú ást sem nú vogar að hvísla sitt nafn. “ Um hinsegin frxði og
Z - ástarsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur. B.A.-ritgerð í íslensku fyrir erlenda
stúdenta, vor 1999. Varðveitt í Þjóðarbókhlöðu.
46 Kristín Viðarsdóttir og Kristín Birgisdóttir: „Saumað að sálinni." Viðtal við
Vigdísi Grímsdóttur, Vera, 6. tbl. 1996, 36.