Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 188
414
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
sem hann getur sagt að Frakkar hafi „aldrei reynt að sameina
tungumálið með þvingunum", og þá getur setningin sem hér var
tilfærð um að ekki sé leyfilegt að knýja menn til að skipta um
tungumál ekki átt við tungumáls-stefnu Frakka gegnum aldirnar.
Samhengi orðanna „skipta um tungumál eða föðurland" bendir til
þess að hann hafi hér í huga að þegar Elsass-Lótringen var samein-
að þýska keisararíkinu kom þýska þar í stað frönskunnar sem
opinbert tungumál. Samkvæmt forsendum meistarans sjálfs er því
engin mótsögn í orðum hans, en öðru máli gegnir ef menn fallast
ekki á þær.39 Og hætt við að þeir séu færri sem það gera, a.m.k.
utan Frakklands. Það ætti að vera óþarfi að nefna slíkt, en þessar
forsendur stangast að sjálfsögðu í einu og öllu á við málvísindi.
„Mállýskur án málfræði" eru ekki til frekar en það þurrkaða vatn
(ieau déshydratée) sem brellnir Frakkar senda hrekklausa menn til
að kaupa úti í apóteki og er væntanlega haft til að brynna kjalsvín-
um.40 Jafnvel í Agen grundvallaðist málfar staðarbúa á reglubund-
inni málfræði, annars hefðu þeir engan veginn skilið hvern annan.
Fívað er þá eftir af þessari fyrri röksemd meistarans? Það að
sama málið skuli vera talað í Englandi og Bandaríkjunum og fjög-
ur mál í Sviss er ekki rök nema gegn þeirri einfeldningslegu kenn-
ingu að samsvörun hljóti ævinlega að vera milli þjóða og tungu-
mála, þannig að eitt tungumál samsvari einni „þjóð“ og „þjóðir"
séu ævinlega skýrt afmarkaðar einingar. Ef maður vildi halda sig á
39 Eins ber þó að geta. Þótt þekking meistarans á próvensku væri vafalaust af
skornum skammti, var annað minnihlutamál í Frakkland honum tamt, og það
svo mjög að hann talaði það reiprennandi og krotaði á því athugasemdir í hand-
rit sín: það var bretónska, og á því máli virðist hann hafa haft lifandi áhuga. En
um hugmyndir hans um stöðu þess tungumáls fyrr og síðar hef ég engar upp-
lýsingar. A þessum tíma var bretónska einungis alþýðumál og lítið sem ekkert
notað í riti, og því má heldur ekki gleyma að Renan var áratugum saman fjarri
Bretaníuskaga. (Um Renan og bretónsku má lesa í Renan, un Celte rationaliste
eftir Jean Balcou, Rennes 1997, bls. 33-39, en þar er þó einkum fjallað um
kunnáttu hans á málinu).
40 Á það mætti benda að orðaleikurinn í „þurrkaða vatninu" er af svipuðu tagi og
þeir fimleikar orðanna sem meistarinn beitir þegar hann vill taka „þjóðfræði"
(ethnographie) með öllu úr sambandi við „þjóðir" (peuples, nations): í báðum
tilvikum eru notuð orð af mismunandi uppruna, annað grískt og hitt latneskt,
til að fela að þau vísa til hins sama. „Ethnos" í grísku hefur nefnilega mjög svip-
aða merkingu og „natio“ á latínu.