Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 242
468
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
Soffía Auður Birgisdóttir segir að þó að 2 - ástarsaga fjalli um ástar-
samband tveggja kvenna sé hún ekki „hinsegin saga“: „En það er ekki eðli
samkynhneigðra sambanda í sjálfu sér sem er viðfangsefni sögunnar,
heldur öllu fremur eðli ástarinnar sem mannlegs fyrirbæris - óháð kyni
og kynhneigð."47 Soffía Auður sýnir höfundinum hér trúnað en Vigdís
hafði undirstrikað það í blaðaviðtölum að saga hennar væri um alls kon-
ar ástir, eða opinn texti. Geir Svansson gagnrýnir bæði Soffíu Auði og
aðra ritdómara 2 - ástarsögu í áðurnefndri grein sinni, „Ósegjanleg ást“,
og tekur þetta sem dæmi um tilhneigingu manna til að hæla sögunni en
sniðganga hið pólitískt eldfima efni hennar. Ég er sammála gagnrýni
Geirs í öllum aðalatriðum, en Birna Bjarnadóttir hefur í doktorsritgerð
sinni, Holdið hemur andann. Um fagurfrœði í skáldskap Guðbegs Bergs-
sonar, sýnt fram á það hve flókin og vandmeðfarin umræðan er um sam-
kynhneigð í textum eins og þessum. Geir talar um það í grein sinni að ást
sjóarans og kennarans í Þeirri kvöldu ást sem hugarfylgsnin geyma eftir
Guðberg Bergsson sé merkt dauðanum, „ást í meinum (mein)varpast yfir
í ást í meini!“48 Dauðinn vokir vissulega yfir þessari frásögn, segir Birna,
en er það vegna eyðni og dauða eða er það „óræðari og módernískari
feigð í efnum ástar og trúar?“49 Hið heimspekilega og tilvistarlega túlk-
unarsvið sem Birna heldur fram í lestri sínum á sögu Guðbergs á að sjálf-
sögðu fullan rétt á sér. En er það tilviljun að sjúkdómurinn, hnignunin og
dauðinn eru svo ríkjandi þemu í meirihluta hinsegin bókmennta síðasta
áratugar?
I þeirri frægu bók Alnæmi og myndhverfingarþess (1988) skrifar Susan
Sontag um það hvernig umræðan um alnæmi hafi tekið inn í sig ákveðna
þætti eldri umræðu um sjúkdóma. Annars vegar um sekar, skítugar og
syndum spilltar smitleiðir sárasóttarinnar og hins vegar innrásar- og
hernaðarmyndmál um krabbamein. En fyrst er að minnast þess að
Aristóteles skilgreinir „myndhverfingu" þannig: „[Myndhverfing er] það
að kalla fyrirbæri nafni sem á við eitthvað annað."50 Nákvæmlega það eru
menn að gera þegar sjúklingnum er kennt um sjúkdóminn og líkami hans
gerður að vígvelli þar sem herir móralismans heyja sínar styrjaldir. Þetta
gagnrýnir Sontag harkalega. Hún segir að umræðan um eyðni virðist hafa
kallað fram alla þá siðferðilegu fordóma og það pólitíska ofsóknaræði
sem kostur er á og þessum ósköpum sé beint gegn jöðruðum hópum,
lesbíum og hommum, lauslátum, útlendingum og svörtum. Hin hvassa
47 Soffía Auður Birgisdóttir: „Þeim var ekki skapað nema skilja." Tímarit Máls og
menningar 2/1997.
48 Geir Svansson 1998, 51.
49 Birna Bjarnadóttir: Holdið hemur andann. Um fagurfrœði í skáldskap Guð-
hergs Bergssonar. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003, 31.
50 Susan Sontag: Aids and its Metaphors, Penguin Books, Lundúnum 1988, 5.