Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 248
474
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
kunnað að meta „butchmenninguna“ því að hann hefur verið mjög upp-
tekinn af sviðsetningu kynsins, hinu ýkta og leikræna við það. Og það er
einmitt þetta sjónarspil sem skapar ákaflega blendnar tilfinningar, jafnvel
reiði og hatur/árásargirni hjá körlum.
Fyrir sjö árum komu hingað tvær „stálkonur" í fylgd með ljósmynd-
aranum Bill Dobbins á vegum Hannesar Sigurðssonar listfræðings og
sýndu sína stæltu kroppa, sem eru af linnulausri vaxtarrækt orðnir eins og
grískar höggmyndir af karllíkamanum, orðnir um- eða stökkbreyttir
kvenlíkamar eða róttækasta form „klæðskipta", ef menn vilja það svo
hafa.62 Viðbrögðin sem þær kölluðu á voru undrandi og vantrúaður hlát-
ur áhorfenda. Þau voru hin sömu og menn sýna andspænis smekkleysu,
hún gengur fram af þeim. Sumar vaxtarræktarkonur telja sig vera að gera
uppreisn gegn hefðbundnum
staðalímyndum kvenna en þær
taka engu að síður þátt í keppn-
um, eigin fegurðarsamkeppnum,
og eru dæmdar, mældar og vegnar
eftir stöðlum sem karlar hafa sett.
Annette Kuhn segir: Vöðvabúntin
eru eins konar drag.63 Það er
nokkuð til í því. Stálkonurnar
sýndu svo ekki varð um villst að
hægt er að búa til sjálfan hinn
kynjaða líkama, sem á að vera við-
mið allra eðlishyggjukenninga, á
vaxtarræktarstöðvum.
Aðrar og enn vinsælli „butch-
týpur“ eru flagararnir. Þegar Anne
Lister dáðist sem mest að Byron
lávarði á fyrri hluta 19. aldar hefði
hana seint grunað að hann væri í
raun tvíkynhneigður og hefði
elskað karla mun ástríðufyllra og
oftar en konur alla sína tíð.64
62 Sjá fjölritið: Stálkonan, Listasafnið á Akureyri, 13.-30. apríl 1996 og Hannes
Sigurðsson: „Stálkonan" £ Jón Proppe o.fl. (ritstj.): Flögð ogfögur skinn, Art.is,
Reykjavík 1998, 231-233.
63 Danae Clark: „Commodity Lesbianism" í Jennifer Scanlon (ritstj.): The Gen-
der and Consumer Culture Reader, New York University Press, New York
2000, 382.
64 Sjá Benita Eisler: Byron, Child of Passion, Fool of Fame, Alfred A. Knopf, New
York 1999.