Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
461
lok 19. aldar fæddist kvenfrelsishreyfingin, fyrsta bylgja femínismans, og
margir íhaldssamir karlar óttuðust ítök lesbía eða „óeðlið" í þessum hug-
myndum. Þeir óttuðust að hið raunverulega markmið kvenréttindahreyf-
ingarinnar væri að konur segðu sig úr lögum við karla og neituðu að deila
með þeim lífi sínu. Frakkar, einkum franskir rithöfundar í lok 19. aldar,
óttuðust mjög hinar úrkynjuðu, nútímalegu og sjálfstæðu lesbíur. Einn
þeirra, Adolphe Belot, skrifaði skáldsögu sem heitir Mademoiselle
Giraud, ma femme og e.t.v. er það engin tilviljun að sagan birtist sem
framhaldssaga í Le Figaro árið 1870, árið eftir að Þjóðverjinn Westphal
birti sínar gagnmerku niðurstöður um að samkynhneigðir væru sérstök
tegund, sjúkir á geði. Mademoiselle Giraud, ma femme segir frá ungum
manni sem giftist elskulegri stúlku, Paule, en kemst að því sér til skelfing-
ar að hún hefur ekki hugsað sér að sænga hjá honum því að hún er hald-
in brennandi girnd til konu að nafni Berthe de Blangy. Þær höfðu verið
skólasystur í heimavistarskóla forðum og þar hafði Berthe tælt stúlkuna
og náði á henni slíku tangarhaldi að hún var ekki sjálfs sín ráðandi. Þó að
Paule þrái ekkert heitar en að losna úr klóm Berthe tekst það ekki fyrr en
um seinan og hún deyr hræðilegum dauðdaga. Banamein hennar er hita-
sótt sem leggst á heilann og er afleiðing af of miklum lesbískum kynmök-
um, segir Belot. Báðar stúlkurnar eru ungar og fagrar, önnur dökk en hin
ljós, báðar óseðjandi kynferðislega svo að þær sjást ekki fyrir og eyðast í
eigin logum. Söguna segir Belot til að vara fólk við þeim löstum sem fald-
ir séu undir sakleysislegu yfirborði. Lesbíuhatur hans var ósvikið en það
var líka mjög söluvænt og bókin seldist í 30.000 eintökum á skömmum
tíma. í kjölfarið sigldu margar skáldsögur um lesbíur og þeirra lastalíf og
æsilegt þótti ef hægt var að sameina þær sögum af vændiskonum og öðr-
um heimilismönnum í undirheimum Parísarborgar.32
Einn af þeim sem las Belot af athygli var August Strindberg sem skrif-
aði bók sína Le Plaidoyer d'un Fou árið 1887 og sakaði þar konu sína, Siri
von Essen, um lesbíanisma sem líkist í smáatriðum hátterni þokkakvend-
anna Paulu og Berthu í bók Belots, en úr henni hafði Strindberg greini-
lega allt sitt vit um ástir kvenna.33 Vinkvennasambönd Siriar urðu að þrá-
hyggju hjá August. Hann var sannfærður um að til væru leynileg alheims-
samtök lesbía sem hefðu það að markmiði að tortíma körlum og í bók-
inni Svarta fanor lýsir hann einni vinkonu Siriar svona:
Og þar stóð - hryllilegasta mannsmynd sem hann hafði nokkru sinni
séð. Með rautt hár, bólgin augu og munn sem var eins og hann hefði
verið skorinn í andlitið með rakhnífi, varirnar virtust síblóðugar og
honum kom í hug að hún drykki blóð. Þessi kona hafði einu sinni ját-
32 Faderman 1981, 278-282.
33 Sama rit, 285-288.