Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 291
SKÍRNIR
NÚTÍMAAFSTEYPUR TÁKNMYNDA
517
stæð en stærri saga, hefst sagan um geirfuglinn með syndafalli (þjóðar) og
endar með iðrun og syndaaflausn (hinnar sömu þjóðar). Segja má að eft-
irmáli og jafnframt síðasta stig goðsögunnar felist síðan í upphafningu
hennar og afhjúpun sem listaverks á stalli sínum, sannkallaðri nútímaf-
steypu af einni af helgisögnum okkar.
Geirfuglinn er gott dæmi um efnistök Ólafar Nordal, ekki síst fyrir
það hvernig henni tekst á einfaldan og meitlaðan hátt að draga saman
margar hugmyndir í eina. Þannig er það ekki í bókstaflegum skilningi
hluturinn sem Ólöf Nordal tekur afsteypur af, heldur „steypir“ hún í mót
huglæg gildi á borð við þær ímyndir sem koma við kvikuna í sjálfsskiln-
ingi þjóðar. I tilfelli Geirfuglsins má segja að um sé að ræða afsteypu
stundarhagsmuna á borð við skammvinnan gróða, fórnina, þjónustulund
við útlendinga, samviskubit, yfirbót, lagfæringu sögunnar og loks sátt, að
því marki sem slíkt er mögulegt. Álhöggmyndin í Skerjafirðinum rúmar
þannig margar þversagnakenndar sögur í einni, eins og jafnan er þegar um
mýtur eða goðsögur er að ræða.
nordAL13
Efnisvalið, þ.e. álið, er ekki tilviljunarkennt fremur en í öðrum verkum
Ólafar Nordal. Eða hverju er nærtækara að tefla fram gegn forgengileika
þeirra sögulegu menja sem eru okkur að eilífu glataðar en einmitt áli, efn-
inu sem þjóðin treystir á um framtíðarbjargræði sitt?* * 3
Auk álhjúpaðs geirfuglsins hefur Ólöf Nordal steypt ýmis menning-
arsöguleg verðmæti í ál. Dæmi um það er stór eftirmynd Valþjófsstaða-
hurðarinnar (1999) sem var að finna á sýningu álsteypuverka af ýmsum
toga, nordAL13, árið 1999 í Gerðarsafni. Ætla má að leikur Ólafar með
eigið ættarnafn í heiti álsýningar - nordAL - bendi til þess að hún víki sér
ekki undan samábyrgð listamannsins á mögulegum fórnarkostnaði þess
efnahagslega ávinnings (stundargróða) sem „þjóðin“ þóttist sjá í fórn
samhengi við „handritin heim“ eða eldmóðinn í kríngum handritamálið fáein-
um árum áður. Fleiri þjóðum en íslendingum er vissulega mikilvægt að endur-
heimta á eigin jörð meintar þjóðargersemar. Á erlendum tungumálum er notuð
sögnin (enska) „repatriate", að senda aftur til föður- eða heimalands. Benda má
á að fleiri verk Ólafar Nordal hafa sambærilega skírskotun, t.a.m. Valþjófs-
staðahurðin, sem lá undir skemmdum á 19. öld og var flutt úr landi til Dan-
merkur. Henni var síðan skilað aftur, ásamt fleiri munum, árið 1930 í tilefni Al-
þingishátíðarinnar.
3 ísland er mesta álframleiðsluríki í heimi miðað við höfðatölu og fyllir bráðum
flokk stærstu álframleiðenda heimsins óháð íbúatölu. Því hefur verið spáð að
árið 2010 verði framleidd á íslandi 750.000-1.000.000 tonn af áli.