Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 239
SKÍRNIR
HINSEGIN RADDIR
465
ar, allir eru hræddir við hana nema Sandra og hún er nefnd með skamm-
stöfunum, Vaffeff, eins og bófar í amerískum kvikmyndum. Hún talar í
gátum en virðist einna helst hafa sagt sig úr lögum við samfélagið til þess
að herja á það innan frá. Sögukona okkar þekkir hins vegar dimmu rödd-
ina aftur. Hún sér gerviskeggið hallast og lesandi fær nógar vísbendingar
til að þekkja aftur í þessum klæðskiptingi þá „karlkerlingu" sem sögu-
konu okkar óaði svo við strax frá upphafi.
Hvers vegna býður sögukonu okkar svona við þessari karlmannlegu
konu (butch) ef hún er að uppgötva einhvers konar blundandi samkyn-
hneigð með sjálfri sér? Ætti hún ekki að vekja forvitni og áhuga hennar,
einkum af því að Volga sýnir henni umtalsverða athygli og storkar bæði
henni og lífsstíl hennar? Ögeðið á „karlkonunni“ í þessari bók er sannar-
lega gagnkynhneigt, þrá sögunnar er það líka og þá er væntanlega kom-
inn tími til að spyrja hvernig hægt sé að fullyrða það? Hvernig myndu
þessar sögur líta út ef þrá þeirra væri samkynhneigð?
Það er fljótsagt að enginn mælikvarði er til sem segir til um „kynferði
skáldsagna". Eve Kosofsky Sedgwick nefnir 22 andstæðupör sem mynda
eins konar uppistöðu í afstöðu samfélagsins til lesbía og homma:
leynd / afhjúpun
einkalíf / opinbert líf
meirihluti / minnihluti
eðlilegur / tilbúinn
agi / hryðjuverk
heild / úrkynjun
heimamaður / útlendingur
það sama / það ólíka
inni / úti
list / listlíki (kitsch)
einlægni / tilfinningasemi
Við þetta má bæta andstæðunum:
líf / dauði.42
þekking / fáfræði
karlkyns / kvenkyns
óspjallaður / innvígður
nýr / gamall
viðurkenndur / ekki viðurkenndur
borg / sveit
heilsa / veikindi
virkur / óvirkur
innsæi / ofsóknir
staðleysa (utopia) / heimsendir
frjálst val / fíkn.
42 Andstæðurnar eru ekki röklegar andstæður eins og hátt og lágt, svart og hvítt
heldur menningarlegar andstæður sem ekki er alltaf gott að þýða. Þær em þessar
á ensku: secrecy/disclosure, knowledge/ignorance, private/public, masculine/
feminine, majority/minority, innocence/initiation, natural/artificial, new/old,
discipline/terrorism, canonic/noncanonic, wholeness/decadence, urbane/pro-
vincial, domestic/foreign, health/illness, same/different, active/passive, in/out,
cognition/paranoia, art/kitsch, utopia/acopalypse, sincerity/sentimentality,
voluntarity/addiction. Eve Kosofsky Sedgwick: Epistomology of the Closet, Uni-
versity of California Press, Berkeley, Los Angeles 1990, 11.