Skírnir - 01.09.2003, Blaðsíða 74
300
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
SKÍRNIR
urðu fyrir ofbeldi þetta ár.4 í sænskri rannsókn frá 2001 kom fram
að 11 % kvenna höfðu orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi af hendi
maka á lífsleiðinni.5 Helmingur þeirra, eða um 5,5%, hafði verið
beittur ofbeldi árið sem rannsóknin var gerð. 7% kvenna höfðu
orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi þess manns sem þær bjuggu
með þegar rannsóknin var gerð.6
Ollum má ljóst vera að ofbeldi gegn eiginkonum er ekki nýtt
vandamál í sögunni. Hið nýja sem gerðist með hreyfingu
femínista var að ofbeldið var dregið fram í dagsljósið og því hald-
ið fram að hér væri á ferð vandamál sem varðaði samfélag, menn-
ingu, vísindi og trú. Ofbeldi er varðað félags-, trúar- og menning-
arlegum viðhorfum sem styðja viðgang þess. Þau viðhorf fela í sér
að fólk sem hefur vald hafi rétt til að stjórna þeim sem eru valda-
minni og þar af leiðandi minna virði. I karlasamfélagi þýðir þetta
að líf karla, viðhorf þeirra, gildi, hugsunarháttur og tjáning vega
þyngra en kvenna.7 Femínistar benda einnig á að ofbeldi karla
gegn konum eigi sér stað í menningu þar sem afþreying snúist að
verulegu leyti um ofbeldi, menningu sem jafnframt dýrki ofbeldi
sem lausn raunverulegra vandamála.8
Gyðingleg og kristin trúarhefð hefur átt sinn þátt í þróun við-
horfa til kvenna þótt deila megi um hvort kvenfjandsemi sé órjúf-
anlegur þáttur þessarar hefðar.9 Enginn ágreiningur ríkir hins veg-
4 Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis
og annars ofbeldis gegn konum og börnum, lögð fyrir á Alþingi á 121. löggjaf-
arþingi 1996-1997, 340. mál. íslenska rannsóknin var símarannsókn og svarhlut-
fall var hærra en 70%.
5 Sænska rannsóknin skipti tegundum ofbeldis í fjóra flokka: líkamlegt ofbeldi,
kynferðislegt ofbeldi, hótanir um ofbeldi og kynferðislega áreitni.
6 E. Lundgren o.fl., Slagen Dam. Mdns vdld mot kvinnor ijamstallda Sverige - en
omfdngsundersökning (Umeá: Fritzes Offentliga Publikationer, 2001). Sænska
rannsóknin var í formi spurningalista með 115 spurningum. 10.000 konum var
sendur listinn og svarhlutfall var hærra en 70%.
7 K. Yllo og D. LeClerc, „Marital Rape“, Abuse and Religion: When Praying Isn’t
enough. Ritstjórar: A. Horton og J. Williamson (New York: D.C. Heath, 1988),
A. Wood og M. McHugh, „Woman Battering: The Response of the Clergy“,
Pastoral Psychology 42 (3), bls. 186-196.
8 Fire in the Rose Project. Core Program (Ottawa: The Canadian Council on Just-
ice and Corrections, 1994).
9 E.S. Fiorenza og M.S. Copeland (ritstj.), Violence Against Women: Concilium