Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 32

Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 32
32 Bókasafnið Fjórtán starfsmenn íslenskra skólasafna sóttu Zagreb, höfuðborg Króatíu, heim um mánaðamótin október/nóvember 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að sitja námskeið sem bar yfirskriftina School libraries as learning centers – Making a difference – sharing best practice. Um var að ræða svokallað SLAMit námskeið (School Library as a Multimedia Center in service training) og var þetta í sjöunda sinn sem slíkt námskeið er haldið. Á námskeiðinu gafst tækifæri til að kynnast starfsemi evrópskra skólasafna og fræðast um nýjustu stefnur og strauma en tilgangur SLAMit er ekki síst að miðla þekk- ingu og efla þverfaglegt samstarf starfsfólks á skólasöfnum í Evrópu. Námskeiðið sátu einstaklingar sem vinna við eða koma með einhverjum hætti að starfi skólasafna og þekk- ingarmiðstöðva; skólastjórnendur, almennir kennarar, safn- kennarar, upplýsingafræðingar og upplýsingatæknikennarar. Þátttakendur á námskeiðinu voru 46; frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Portúgal, Íslandi og Króatíu. Styrkur til námskeiðsins var veittur úr Menntaáætlun Evrópusam- bandsins, Erasmus+, flokknum Nám og þjálfun. Efni Námskeiðið stóð yfir í fimm daga frá 30. október til 3. nóvember. Efni þess var fjölbreytt, fyrirlestrar, styttri erindi, kynningar og umræður auk skoðunarferða og landkynn- ingar. Athygli okkar var á námskeiðinu annars vegar beint að hinu hefðbundna skólasafni og lestrarhvetjandi verkefnum og hins vegar að víðtækara hlutverki safnsins sem þekkingar- miðstöðvar (e. learning center) á 21. öldinni. Fjallað var um nýjar aðferðir í námi og skólastarfi; hvernig samþætta megi upplýsingatækni við allt nám; stuðla að þróun og samvinnu skólasafna í Evrópu og gera upplýsingalæsi og -tækni hærra undir höfði við námskrárgerð og annað þróunarstarf í skólum. Aðalfyrirlesarar á námskeiðinu voru dr. Ross J. Todd og dr. Kari Smith. Ross er dósent og deildarforseti bókasafns- og upplýsingafræðideildar Rutgers háskólans í New Jersey. Hann er ástralskur og starfaði um árabil sem skólasafn- kennari í heimalandi sínu áður en hann helgaði sig fræði- mennsku og háskólakennslu. Rannsóknir hans beinast meðal annars að því hvernig nemendur afla sér þekkingar í stafrænu umhverfi og að hlutverki skólasafna á 21. öld, þætti þeirra í skólaþróun og hvers konar umbótum í skólastarfi. Í fyrirlestri sínum, sem bar yfirskriftina From school library to learning centre to… What are the challenges in the fut- ure?, ræddi hann um þróunina frá hefðbundnu skólasafni til nútímalegrar þekkingarmiðstöðvar og velti upp hver væru brýnustu viðfangsefnin sem biðu starfsfólks í náinni framtíð. Dr. Kari Smith veitir forstöðu kennaranámi við National forskerskole for lærerutdanning (NAFOL) í Þrándheimi. Rétt eins og Ross starfaði hún um árabil innan grunnskól- ans áður en hún gerðist háskólakennari. Rannsóknir Kari snúast að mestu leyti um kennaranám, starfsþróun kennara og námsmat. Fyrirlestur hennar bar yfirskriftina What is learning and how to support it? og fjallaði um nám í víðum skilningi og ýmsar kenningar þar að lútandi. SLAMit 7 SLAMit 7 hópurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.