Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 69

Bókasafnið - 01.07.2018, Blaðsíða 69
Bókasafnið 42. árg – 2018 69 þeirra tók fram að: „Þegar maður er í svona, þetta er bara breytingastjórnun.“ Einnig þótti verkkaupum mikilvægt að skapa jákvæðan anda fyrir nýju kerfi og gera ferlið spennandi en einnig að starfsfólk upplifi sig sem þátttak- endur í ferlinu. Allir viðmælendur voru sammála því að kennsla og þjálfun væri mikilvægur þáttur í innleiðingarferlinu. Einn verk- kaupanna komst svo að orði: „Kennslan er gífurlega mikil- væg. Ef að hún er ekki gerð, þá er þetta bara dæmt til þess að detta niður.“ Ráðgjafarnir gátu báðir nefnt dæmi þar sem kennslan innanhúss var til fyrirmyndar, en einnig dæmi þar sem henni var virkilega ábótavant. Vildi annar ráðgjafanna meina að í þeim tilfellum leggðu stjórnendur skipulags- heilda ekki áherslu á þennan þátt innleiðingunnar og settu því ekki nægilegt fjármagn í þann hluta ferlisins. Í öllum sex innleiðingarferlunum sem skoðuð voru fór fram kennsla á einn eða annan hátt og tóku verkkaupar fram að þeir væru alltaf innan handar fyrir starfsfólk sem þyrfti aðstoð. Stjórnunarhættir hafa veigamikil áhrif á velgengni inn- leiðingarferla (Gregory, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2007a). Samkvæmt niðurstöðum Jóhönnu Gunnlaugsdóttur (2007b) var skortur á stuðningi stjórnanda ein af þremur megin ástæðum fyrir því að innleiðingar gengu ekki vel fyrir sig. Allir viðmælendur í rannsókn þessari töluðu um mikilvægi stjórnunarhátta í innleiðingarferlinu. Einn verk- kaupanna sagði að það hefði kostað blóð, svita og tár að ná fram stuðningi stjórnenda sinna. Annar taldi að stuðn- ingurinn hefði mátt vera meiri. Tók einn verkkaupa fram að í þeim tilfellum sem innleiðingarferli hefðu gengið vel innan skipulagsheildarinnar hefðu stjórnendur og milli- stjórnendur sett sig vel inn í ferlið og leitt starfsfólk áfram. Áberandi var að í tveimur skipulagsheildum var ekki sett nægilegt fjármagn í verkefnið og þar skorti mannafla til að sinna innleiðingunni. Í því samhengi er áhugavert að líta á rekstrarform skipulagsheildanna, en tvær síðastnefndu skipulagsheildirnar eru ríkisstofnanir. Þar var stuðningur stjórnenda í sjálfu sér til staðar en fjárhagslegur stuðningur ekki nægilegur. Þar af leiðandi var erfitt að setja verkefnið í forgang og fá starfsfólk til að sinna innleiðingunni. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að góður undirbúningur og ítarleg þarfagreining, kennsla og þjálfun, stuðningur stjórnenda og samheldni starfsfólks séu þeir þættir sem skipta mestu máli svo að innleiðingarferli gangi sem best fyrir sig. Hægt er að nýta aðferðir breytingastjórn- unar þegar verið er að innleiða upplýsingakerfi í skipulags- heildir. Þá er hægt að líta til kenninga Bridges (1986, 2003), Lewins (1947), Kotters (1996), og Speculands (2009). Framantaldir kenningasmiðir leggja áherslu á vitundarvakn- ingu meðal starfsfólks og nauðsyn þess að gera starfsfólki grein fyrir því hvers vegna breytinga sé þörf. Þá er gott upplýsingaflæði lykilatriði ásamt stuðningi stjórnenda sem þurfa að leiða með fordæmi. Heimildir Bridges, W. (1986). Managing organizational transitions. Organizatio- nal Dynamics, 15(1), 24-33. doi:10.1016/0090-2616(86)90023-9 Bridges, W. (2003). Managing transitions: Making the most of change (2.útgáfa). Cambridge, MA: Perseus. Galpin, T. (1996). The human side of change: A practical guide to org- anization redesign. San Francisco: Jossey-Bass Publishers. Goldschmidt, P., Joseph, P. og Debowski, S. (2012). Designing an effective EDRMS based on Alter‘s Service Work Sys- tem model. Records Management Journal, 22(3), 152-169. doi:10.1108/09565691211283129 Gregory, K. (2005). Implementing an electronic records management system. A public sector case study. Records Management Journal, 15(2), 80-85. doi:10.1108/09565690510614229 Hogarth, A. (2001). Managing the social and cultural consequences of introducing groupware technology into the group learning environment. Education and Information Technologies, 6(3), 193-204. doi:10.1023/A:1012562224527 Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2007a). Mikilvægi þjálfunar og fræðslu við innleiðingu RSSK. Í Gunnar Þór Jóhannesson (ritstjóri), Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Félagsvísindadeild (bls. 93–106). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2007b). Svo uppsker sem sáir: Innleiðing og notkun rafrænna skjalastjórnarkerfa. Stjórnmál og stjórnsýsla, 3(2), 103-134. Kotter, J. P. (1996). Leading Change. Boston: Harvard Business School Press. Lewin, K. (1947). Frontiers in group dynamics: Concept, method and reality in social science; Social equilibria and social change. Human Relations, 1(1), 5-41. doi:10.1177/001872674700100103 Magnea Davíðsdóttir. (2013). „Maður verður að markaðssetja sig.“ Hlutverk skjalastjóra í breytingaferli við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi (meistaraprófsritgerð). Sótt af http://hdl. handle.net/1946/14820 Magnea Davíðsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. (2016). Innleiðing rafrænna skjalastjórnunarkerfa samkvæmt átta þrepum Kotters; viðhorf íslenskra skjalastjóra. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 14(1), 17-36. Moran, J. og Brightman, B. (2001). Leading organizational change. Career Development International, 6(2/3), 111-119. doi:10.1108/13665620010316226 Speculand, R. (2009). Beyond strategy: The leader´s role in successful implementation [Kindle útg.]. Sótt af http://www.amazon.com/ Beyond-Strategy-Leaders-Successful-Implementationebook/dp/ B0084F4NU6/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1420305940 &sr=8- 1&keywords=robin+speculand Yen, D., Wen, H. J., Lin, B. og Chou, D. (1999). Groupware: A stra- tegic analysis and implementation. Industrial Management & Data Systems, 99(1-2), 64-70. doi:10.1108/02635579910243879
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.