Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 11

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 11
BREIÐFIRÐINGUR 9 Hann var sjófaramaður ötull og hugdjarfur í hvívetna og mátti yfir höfuð álíta hann göfugmenni. Þetta er lýsing samtíðarmanns, sem átt hafði þá aðstöðu að þekkja prestinn vel, vera bæði einn af fátækum sóknar- börnum hans og síðar giftu þeir saman börn sín, Matthías Jochumsson og Ingveldi Ólafsdóttur, sem þá þótti beztur kvenkostur og ein fegurst kvenna við Breiðafjörð. Ekki var mikið samstarf milli sr. Ólafs á Stað og hinna ágætu höfðingja, sem þá bjuggu í Flatey og Vestureyjum. Kallaði hann þá „ríkisbubbana“ og gerði allt, sem hann gat til þess að gjöra sóknarbörn sín þeim óháð á allan hátt. Greindi þá einnig á í þjóðmálum, þótt takmarkið væri hið sama. Sr. Ól. Johnsen var miklu ákafari og kunni illa öll- um seinagangi og sást lítt fyrir eins og áður er sagt. Kom þetta skýrast í Ijós á þjóðfundinum 1851, en þar var sr. Ólafur fulltrúi Barðastrandasýslu. Var andstaða hans þar slík og með þeirri reisn og glæsibrag við hlið „forsetans“ gegn Trampe greifa, að litlu munaði að Ólafur Johnsen missti bæði æru og embætti af hendi Dana. Hann reyndist og Reykhólasveitungum hinn öruggasti foringi og tókst með áræði, dirfsku og athöfnum að vekja hjá þeim sjálfstraust og þá vissu, að þeir gætu bjargast án aðstoðar eyjamanna og á Kollabúðafundunum munaði mjög um hann í einu og öllu. Þótt sr. Ólafur og frú Sigríður misstu ekki embættið þjóðfundarárið fræga 1851, lifðu þau þá hin döprustu jól, sem frekast er hægt að hugsa sér. Um haustið hafði þá feðga á Stað dreymt mjög undar- lega drauma. Þóttist sr. Ólafur í draumi staddur úti í kirkjugarði og sá þar sex líkkistur litlar og heyrði rödd segja, að þetta væru rúm barna hans. En nokkru seinna dreymir Þorlák, sem var elztur átta systkina, sem þá voru

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.