Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 71

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 71
BREIÐFIRÐINGUR 69 Eyjólfs í Svefneyjum, að gjöra erfðaskrána gildandi og tók hann síðan til sín jarðirnar og allt lausafé Einars, Peningar Kúldfeðganna í Flatey og fasteignir lentu svo að mestu hjá síra Olafi Sívertsen, en svo erfði síra Eiríkur Kúld prófastur í Stykkishólmi þær að mestu, en hjá honum eyddust þeir fjármunir og fóru illa. Hnausa-Bjarni lendir í áflogum, Hnausa-Bjarni var alþekkt persóna á Snæ'fellsnesi fyrir 150 árum. Hann var nokkuð „sniðugur“ náungi og eru margar sögur til af honum og skal ein sögð hér: Eftir aldamótin 1800 voru tveir kaupmenn í Stykkis- hólmi, annar var Bogi Benediktsson, sem var verzlunar- stjóri fyrir Thorlacíus, en hinn var Jón Kolbeinsson. Milli þeirra var talsverð samkeppni um verzlunina og henni fylgdi svo rígur og nagg, eins og gengur milli kaupmanna í smá kauptúni. Hjá Jóni Kolbeinssyni var Hnausa-Bjarni í eins konar húsmennsku veturinn 1820. Bjarni var þá orð- inn gamall og hafðist við í kofa í Tangatúni skammt fyrir sunnan hús Kolbeinsens, en svo var Jón kaupmaður kallaður. — Hjá Boga verzlunarstjóra voru tveir próventukarlar, sem báðir höfðu verið hreppstjórar í blóma lífs síns, og hétu Steindór og Teitur. Bjarni rak talsverð smáviðskipti við ýmsa menn og átti í talsverðu braski. Einn þeirra, sem hann átti í skuldaskipt- um við, var Þorsteinn nokkur Gunnlaugsson í Bjarnarhafn- arkoti. — Einu sinni, sem oftar, hittust þeir Bjarni og Þor- steinn og varð þá þras á milli þeirra út af peningamálum, en báðir voru drukknir, en þó einkum Bjarni. Það lenti þá í hörku rifrildi og skammaði Bjarni Þorstein óbóta- skömmum, en þá fauk svo í Þorstein að hann spyrnti fæt- inum í „gumpinn“ á Bjarna og sagði um leið nokkur vel

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.