Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 16

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 16
14 BREIÐFIRÐINGUR Himinninn feldi höfug tár, húmið leggst á jarðar brár. Illa rættust Olafs spár. Aldrei birtist sólin klár. Ekki þykir mér ástæða til þess að lýsa hér leiðinni fyrir Hvalfjörð um Mýrar og út Snæfellsnesið. Ekið var viðstöðu- laust til Hellissands, nema hvað rétt var stanzað við Arnar- stapa á Mýrum, til þess að fá sér bita. Allir merkisstaðir skyldu skoðaðir daginn eftir á leiðinni suður. Menn störðu út um bílgluggana, og ástæðulaust var að láta sér leiðast, því að fagurt er landslagið út Snæfellsnesið og fyrir Jökul. Það var þó sérstaklega eftir að kom út fyrir Breiðuvíkina, sem nýnæmið byrjaði hjá flestum. Þá var komið á hinn nýja Utnesveg, sem tengir Hellissand við vegakerfi landsins. — Aður var eina leiðin, til þess að komast á bíl til Hellissands, að fara undir Ólafsvíkurenni, og varð þá að sæta sjávar- föllum. Fyrir kom, að bílarnir sátu fastir í sandbleytum, og gat þá sjór fallið yfir áður en hjálp barst. Á Hellissandi. Til Hellissands var komið kl. 10.30 um kveldið, og höfðu þá verið eknir 310 km. Á Hellissandi tóku á móti okkur Teitur Þorleifsson skóla- stjóri og kona hans, Ingibjörg Magnúsdóttir. Kunnum við öll, sem í ferðinni vorum, þeim hinar beztu þakkir fyrir. Þegar Breiðfirðingur gengur um Hellissand, þessa sögu- frægustu verstöð Breiðafjarðar, í fyrsta sinni, er honum ekki ósvipað innanbrjósts og þegar hann stóð í fyrsta sinni á Þingvöllum. Hann minnist hversu dýru verði björgin var keypt, sem sótt var út í Kolluál. „Ströndin er þakin sjódauð- um mönnum“, sagði skólastjórinn. Hér hafa áar okkar glímt við Ægi og ýmsir haft betur. Flestir munu kannast við frá-

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.