Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 55

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 55
BREIÐFIRBINGUR 53 fljótlega fram úr Blika, því strax kom í ljós, að Bliki hafði of lítil segl, nema í þotunum og lengdist óðum bilið á milli bátanna. Nú syrti að með kafaldi og hvarf öll land- sýn. Hrímnir hvarf okkur líka vegna kafaldsins og sáum við hann ekki aftur fyrr en úti á Sandi. Nokkru eftir að bylinn gerði fór að hægja og gerði alveg logn. Tókum við þá seglið, lögðum út árar og rérum. En seint sóttist róður- inn, því sjólagið var afar vont. A Blika brann á söxum og lá við ágjöf, því þykk vestan-alda var nú komin og ýfði saman vindbáruna, sem enn bar mikið á og virtist vera að aukast, þó að logn væri. Töldum við þá víst að brátt mundi bvessa aftur, enda kom að því. Eftir litla stund fór að kula lítið eitt. Leystum við þá rifurnar úr seglinu og sett- Um það upp. En þegar ég var að gera dragreipið fast und- ir dragreipisnaglann, skall á heiftar rok og skóf þá sjóinn, sem lausamjöll væri. Tókum við þá seglið niður í snatri því að rokið ætlaði að keyra bátinn í kaf. Ekki var viðlit að setja upp neinn lappa af seglinu. Það toldi ekki á stag, sem kállað er. — Voru nú góð ráð dýr. En eitthvað varð að gera og það strax. Stakk ég þá upp á því, að seglbúa með skautinu. En enginn okkar hafði verið með að gjöra það, og virtist formanni það því afskorið. Eg vildi reyna þetta og bauðst til þess að gjöra það, því á mínum upp- vaxtarárum í Bjarnarhöfn var þar gömul kona, Guðríður Jónsdóttir kennd við Höskuldsey. Hún var ein af hinum ;gömlu kvengörpum og hafði oft komizt í krappann dans á Ægi. Til flestra verka á sjó kunni hún. Eitt af því var að seglbúa með skautinu og kenndi hún okkur strákunum í Bjarnarhöfn að seglbúa með skautinu á litlu bátunum okk- ar, þegar við vorum að sigla þeim í hvössu. Eg treysti nú á þennan lærdóm minn, sem ég hafði numið hjá gömlu konunni. Ég seglbjó í snatri, því að hraðann þurfti að hafa a> en ég einn við þennan starfa. Guðmundur mátti ekki

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.