Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 54

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 54
52 BREIÐFIRÐINGUR í þetta sinn varð Niels að hafa 2 báta til ferðarinnar, því að farangur okkar var alltof mikill á 1 bát. Hann fór því á vorbátnum sínum, var það sexæringur, sem „Hrímn- ir“ hét og var hann sjálfur formaður á honum. Hinn bátur- inn var „Bliki“ úr Akureyjum, áttæringur. Þann bát átti Sigmundur Guðbrandsson í Akureyjum, ga.mall Jöklafor- maður, en nú hættur Jöklaferðum vegna aldurs. Á Blika vorum við fjórir og var formaður okkar Guðmundur Skúla- son, vinnumaður Sigmundar, ötull og bráðlaginn sjómaður, enda þurftum við á því að halda í þessari ferð. Strax og búið var að ferma bátana, var lagt af stað. Vindur var af austri og leiði gott. Loft var korgað, sem kallað er og veður- útlit ekki gott, en treyst á að austan stormurinn mundi haldast fram eftir deginum. Sigldum við nú í góðu leiði á móts við miðjan Grundarfjörð, en þá hægði mjög fljót- lega og þegar við komum á móts við Lárós, var komið logn. Við tókum seglið og rérum á okkar árar. — Veður spilltist nú fljótlega og að lítilli stundu liðinni fór að hvessa af suðri. Þeir á Hrímni voru þá komnir út að Búlandi, ysta tanga í Eyrarsveit, við sáum, að þeir settu upp segl og sigldu út og stefndu á Rif, sem þótti góð taka. Þegar við komum að Búlandinu gjörðum við eins. Við sigldum með órifuðu á Blika, en Níels sigldi með rifuðu á Hrímni og dró þá fljótt saman með bátunum. Þegar við komum á móts við Hrímni, kallaði Níels til okkar og sagði okkur að rifa seglið, því að óvíst yrði að betra væri við það að fást síðar. Guðmundur spurði mig þá hvað mér sýndist að við gerðum í þessu, og varð það að samkomu- lagi að rifa ekki strax, því að vindur var þannig, að með köflum hægði ofurlítið, og vissum við, að Bliki mundi þá hafa of lítið segl og tefði það ferð okkar. Ekki leið á löngu þar til Guðmundur kallaði til mín, og sagði mér að fella seglið og rifa það og var það gjört. Fór þá Hrímnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.