Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 54

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 54
52 BREIÐFIRÐINGUR í þetta sinn varð Niels að hafa 2 báta til ferðarinnar, því að farangur okkar var alltof mikill á 1 bát. Hann fór því á vorbátnum sínum, var það sexæringur, sem „Hrímn- ir“ hét og var hann sjálfur formaður á honum. Hinn bátur- inn var „Bliki“ úr Akureyjum, áttæringur. Þann bát átti Sigmundur Guðbrandsson í Akureyjum, ga.mall Jöklafor- maður, en nú hættur Jöklaferðum vegna aldurs. Á Blika vorum við fjórir og var formaður okkar Guðmundur Skúla- son, vinnumaður Sigmundar, ötull og bráðlaginn sjómaður, enda þurftum við á því að halda í þessari ferð. Strax og búið var að ferma bátana, var lagt af stað. Vindur var af austri og leiði gott. Loft var korgað, sem kallað er og veður- útlit ekki gott, en treyst á að austan stormurinn mundi haldast fram eftir deginum. Sigldum við nú í góðu leiði á móts við miðjan Grundarfjörð, en þá hægði mjög fljót- lega og þegar við komum á móts við Lárós, var komið logn. Við tókum seglið og rérum á okkar árar. — Veður spilltist nú fljótlega og að lítilli stundu liðinni fór að hvessa af suðri. Þeir á Hrímni voru þá komnir út að Búlandi, ysta tanga í Eyrarsveit, við sáum, að þeir settu upp segl og sigldu út og stefndu á Rif, sem þótti góð taka. Þegar við komum að Búlandinu gjörðum við eins. Við sigldum með órifuðu á Blika, en Níels sigldi með rifuðu á Hrímni og dró þá fljótt saman með bátunum. Þegar við komum á móts við Hrímni, kallaði Níels til okkar og sagði okkur að rifa seglið, því að óvíst yrði að betra væri við það að fást síðar. Guðmundur spurði mig þá hvað mér sýndist að við gerðum í þessu, og varð það að samkomu- lagi að rifa ekki strax, því að vindur var þannig, að með köflum hægði ofurlítið, og vissum við, að Bliki mundi þá hafa of lítið segl og tefði það ferð okkar. Ekki leið á löngu þar til Guðmundur kallaði til mín, og sagði mér að fella seglið og rifa það og var það gjört. Fór þá Hrímnir

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.