Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 9

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 9
BREIÐFIRÐINGUR 7 in. Honum bar að höndum sonarlát, sem ekki varð honum síður torvelt en Agli forðum. Ovægur sjúkdómur lagði fjötur á tungu hans, sem hafði áður svo margt vel mælt og af kyngi og loks andaðist Egill, sonur hans, snögglega nú fyrir jólin, en skammt varð milli þeirra feðga. Helgi Hjörvar kvæntist 15. júní 1917 Rósu Daðadóttur frá Vatnshorni í Haukadal, glæsilegri sæmdar og gæða- konu. Var hún manni sínum alla stund mikil heillastjarna. Varð þeim átta barna auðið, og eru sex á lífi og ættgarður þeirra hjóna stór orðinn. Voru þau Helgi og Rósa, kona hans, samhent um höfðingsskap og ánægjulegt að gista heimili þeirra þar sem saman fór myndarbragur húsfreyj- unnar og skemmtiræður bóndans. Ég votta frú Rósu, börnum hennar og vandamönnum innilega samúð í hörmum þeirra og kveð Helga Hjörvar með þökk fyrir margar skemmtilegar og lærdómsríkar stundir, er við áttum saman forðum, og kemur mér þá enn í hug vísa Gríms Thomsen, er hann mælti eftir annan unnanda íslenzkrar fornaldar og við fórum stundum með: Forn í skapi og forn í máli farinn er hann til þeirra á braut, er sálir áttu settar stáli, situr hann þar hjá Agli og Njáli, Abrahams honum er það skaut. Andrés Björnsson.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.