Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
um eldi og sverði, rændu og rupluðu og brutu undir sig
hluta þeirra landa þar sem þeir komu.
A Irlandi hittu víkingarnir fyrir menntaða þjóð, kristna
þjóð, er orti Ijóð og skrifaði bækur.
I Laxdælu segir að Ketill flatnefur hafi flúið vestur
um haf undan ofríki Haralds Noregskonungs, en í Land-
námu segir að Haraldur hafi sent hann.
í Landnámu segir: „Óleifur hinn hvíti herjaði í vestur-
veg og vann Dýflinni (Dublin) á lrlandi og gerðist þar
konungur yfir; hann fékk Auðar hinnar djúpúðgu, dóttur
Ketils flalnefs, Þorsteinn rauður hét sonur þeirra. Ólafur
féll á írlandi í orrustu, en Auður og Þorsteinn fóru þá í
Suðureyjar. . . . þeir (Þorsteinn og félagar hans) unnu
Katanes og Suðurland, Ross og Merrhæfi og meir en hálft
Skotland gerðist Þorsteinn þar konungur yfir áður Skotar
sviku (!) hann, og féll hann þar í orrustu. Auður var þá
á Katanesi, er hún spurði fall Þorsteins. Hún lét þá gera
knörr í skógi á laun, er er hann var búinn hélt hún út í
Orkneyjar. . . .“ og hefst þar íslandsferð hennar.
Að kona þessi, Auður (eða Unnur) djúpúðga, stýrði svo
fjölmennu föruneyti og nam lönd í eigin nafni, sýnir tvennt.
i fyrsta lagi að hún hefur verið mikilhæfur kvenskörungur,
lífsreynd og stjórnsöm með ágætum. í öðru lagi sýnir þessi
frásögn ekki aðeins að Auður hafi verið gædd þeim hæfi-
leikum sem nauðsynlegir eru til forustu, heldur hitt, að
konur hafa þar fyrir þúsund árum haldið til jafns við
karlmenn og haft fullt jafnrétti. Hefur svo löngum verið
vestur þar síðan. Og þótt dæmi megi finna síðar um hið
gagnstæða hefur það engri hneykslun valdið við Breiða-
íjörð að konan væri sjálfráð gerða sinna og réði til jafns