Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 27

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 27
Snæbjörn G. Jónsson trésmíðameistari ]'\v.ddur 15. júlí 1893. Dáinn 17. sept. 1962 „Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur, brotnuðu sorgaröldum af upprenna vonardagur.“ Það er heiðríkja, kraftur og birta yfir þessari ferskeytlu skáldmæringsins aldna, sem horfir til lands af æviknörr sínum og ber hönd við augu og skyggnist um stafn til strandar lífsins lands. Hann sér skuggana víkja fyrir skín- andi morgunsól, þar sem öldurnar lægir í friðarhöfn ljóm- andi voga. Eitthvað svipað finnst mér hafi hlotið að svífa fyrir hugarsjónum hans, sem einu sinni var breiðfirzkur sjómað- ur í æsku sinni, nú er hann var kallaður hrott af þessum heimi í fjarlægu landi og af ókunnri strönd. Hátignarskær haustmorgun eftir húmdimma nótt yfir ijöllum og fjörðum Islands þykir ein fegursta sýn er fyrir augu ber, hvort heldur af hafi eða úr lofti. Þar ber fann- hvíta sólroðna tinda við fölbláan himin, en við ströndu brotnar brimhvítt geislatraf glitrandi bylgna, meðan þús- undlitir haustsins skreyta hlíðar og grundir. Minningar og eilífðarvonir verða eitt í vitund þess, sem Guð einn er nær, en dvelur vinaraugum fjær í ókunnu húsi

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.