Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 37

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 37
BREIÐFIRÐINGUR 35 sem hún vann í sjálf. En í þá daga þótti falleg ullarhyrna á herðum mikið skrautfat. Þá gerði Arndís einnig íslenzka skó svo vel, að orð var á gert. Var mikið sótt eftir fallegu, loðnu selskinnsskónum frá henni á basara í Reykjavík. Áldrei voru heimilisstörfin jafn umfangsmikil, fjölþætt og fólksfrek sem á vorin og haustin, og komu þær ann- ir ekki síður við húsmóðurina en aðra. A vorin þurfti að sinna hinum margvíslegu hlunnindum jarðarinnar: hrogn- kelsaveiði, eggjaleit, selveiði, dúntekju- og hreinsun auk annarra vorverka, og unnu að þessum störfum jöfnum höndum konur sem karlar. Færði þetta auðvitað mikla björg í hú og kom sér einkum vel á vorin, þegar vetrar- forðinn var að mestu til þurrðar genginn. Kom þessi mikli fengur ekki einungis að góðum notum fyrir Reykhólaheim- ilið heldur einnig mörg önnur heimili í sveitinni, sem nutu þar góðs af. Verða lítt taldir aRir þeir málsverðir, sem Reykhólahjónin létu frá sér fara til sveitunganna nær og fjær af þessum ríkulegu hlunnindanytjum t.d. selkjötinu. En nýtt kjöt af kópsel þótti þá öllum við Breiðafjörð hið mesta hnossgæti ekki síður en Eskimóunum á Grænlandi. A haustin voru það svo sláturstörfin, sem bættust á heimilið. Var á liverju hausti tekið slátur úr yfir 200 fjár. Voru þá mörg olíuföt fyllt af sláturmat: blóðmör, lifra- pylsu, lundaböggum, sviðum og rúllupylsu. Ekki var þó þessi matarforði allur lagður til heimilisins. Nokkur hluti hans fór alltaf upp í jarðargjaldið og leiguna. Því að leiga og landsskuld þessa stórbýlis var greidd í búsafurðum og hlunnindum af jörðinni svo sem dún, selskinnum, smjöri, kjöti — söltuðu og reyktu — kæfu og fullgerðum slátur- mat. Lá í öllu þessu feikna vinna, sem líklegt er, einkum hjá

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.