Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 45

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 45
BREIÐFIRÐINGUR 43 sem samhéraðsfólk hinnar frægu landkönnuðafjölskyldu Ei- ríks rauða, finnst stundum að fólkið sjálft, þessar holdi klæddu manneskjur, sem héldu um stjórnvöl skipanna, sem stefndu í Vesturveg, hverfi í skuggann fyrir vangaveltun- um um landabréf og staðhætti. Þetta voru nefnilega mann- eskjur eins og við, sem áttu sín áhugamál og hugsýnir, en líka sínar takmarkanir og óttaefni. En allt virðist þetta fólk gætt hetjumóð og miklum þrótti, þótt uppgjöfin yrði að vissu leyti hlutskipti þeirra, sem lengst komust. Og þar ber þó einn þessara landkönnuða af öllum, en sá landkönnuður er kona, tengdadóttir Eiríks rauða og mágkona Leifs heppna, söngkonan Guðríður Þor- bjarnardóttir. Það er þetta fólk og raunar fjölskylda Eiríks rauða, sem öll má teljast Breiðfirðingar, sem mig langaði til að kynna nánar í þessum þætti, Breiðfirðingavökunni. Ekki þannig að þetta verði nokkurt vísindalegt framlag til könn- unar á högum, aðstæðum og ætlunum þessa fólks, til þess skortir mig bæði tíma og lærdóm, heldur vildi ég reyna að bregða glætu yfir framsækna forna Breiðfirðinga, sem ekki mega gleymast sem manneskjur með holdi og blóði. Enn þá ættu þær að geta vakið metnað og hetjudáð í hjört- um og hugum ungra íslenzkra manna og kvenna, glætt þar ljós í lýðsins hjörtum, ljós er aldrei slokkna skal, ljóma þess manngildis og þjóðlegra verðmæta, sem við megum aldrei glata við hina sígildu landkönnun á víddum tíma og rúms, menningar og framsækni. Því er ekki að leyna frá upphafi, að það er konan Guð- ríður Þorbjarnardóttir, sem þarna gnæfir hæst og ber nær höfuð og herðar andlega talað yfir allt sitt samtíðarfólk

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.