Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 58

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 58
56 BREIÐFIRÐINGUR Þá þakkaði hann samstarfsfólki sínu í undirbúnings- nefndinni, sem var ein kona úr hverju kvenfélagi sýslunn- ar, nema úr Hvammssveit, sem lagði til þrjár, Ingibjörgu Sigurðardóttur, Ásgerði, Janet Ingibergsson, Hvammi og Kristínu Tómasdóttur, Laugarfelli. Þá voru og í nefndinni séra Eggert Ólafsson, Kvennabrekku og séra Ingibergur J. Hannesson, Hvoli. Fluttar voru þakkir öllum þeim, sem lagt höfðu fé í söfnuðina til að láta gera minnisvarðann og Ársæli Magnússyni, sem annazt hafði smíði og áletrun krossins. Lauk hann máli sínu með bæn fyrir landi og lýð og byggðunum í landnámi Auðar sérstaklega. Þá var sunginn sálmurinn Dýrð í hæstum hæðum af söngfólki úr kirkjukórum í Dalaprófastdæmi undir stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Þá flutti séra Eggert Ólafsson á Kvennabrekku ítarlegt erindi um Auði djúpúðgu. Eftir erindi séra Eggerts söng Dalakórinn undi rstjórn séra Magnúsar Jónssonar sálm séra Matthíasar Jochums- sonar Upp þúsund ára þjóð, sem gæti verið eins og ortur fyrir þetta tækifæri. Gjör fjöll að kristallskirkjum og kór úr bjargavirkjum, segir skáldið m.a. í sálminum. A meðan kórinn söng sálminn gekk frú Janet Ingibergs- son, sem ættuð er frá Irlandi, upp á borgina klædd ís- lenzkum þjóðbúningi og afhjúpaði krossins að sálminum loknum.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.