Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 61
Lestaferðir
Arelíus Nielsson ræðir við Steingrím Samúelsson.
Margt er nú óðum að hverfa og gleymast í þjóðlífi ís-
lendinga, sem áður var snar þáttur í daglegri lífsbaráttu
og afkomu fólksins.
Eitt af því eru lestaferðir, skreiðarflutningar og viðar-
flutningar á hestum milli héraða.
Lentu þar margur í miklum erfiðleikum og lífshættu,
og ekki voru erfiðleikarnir minni fyrir „þarfasta þjóninn,“
sem auðvitað alltaf var með í ferðum.
Hér í borginni var staddur nýlega eldri maður vestan
úr Dölum, og datt ritstjóra Breiðfirðings í hug að eiga
með honum stutta stund til samtals um þennan hálfgleymda
þátt atvinnusögunnar. Hann heitir Steingrímur Samúelsson.
— Það er líklega margs að minnast frá liðnum árum,
sem fáir gera sér nú í hugarlund. Vildurðu nú ekki segja
mér ofurlítið frá lestaferðunum í gamla daga. Þú hve oft
hafa farið margar slíkar?
— Já, það var mikill munurinn. Nú bruna allir í bílum
fyrirhafnarlítið, þótt kvartað sé um ferðalúa. Þá var allt
flutt á klökkum á hestbaki, þar sem bátum varð ekki við-
komið. Nú þekkir fólk varla reiðing eða reipi. En mína
fyrstu lestaferð fór ég ef ég man rétt 18 ára gamall. Það
var árið 1904. Þá fór ég með nágranna mínum. En var
sjálfbjarga í ferðum eftir það.