Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
Björg Þorvarðsdóttir, eins.
Guðbjörg Þorvarðsdóttir, eins.
Þjóðhildur Þorvarðsdóttir, eins.
Björg Hallsdóttir, móðir hreppstjórans.
Bræðumir fóru til Vesturheims, Bergþór og Jónas 1887, Hall-
ur Frímann 1901.2 Björg Þorvarðsdóttir giftist út í Hörðudal,
Einari Guðmundssyni bónda á Dunk 1881-88, síðar í Blöndu-
hlíð. Guðbjörg giftist í Miðdölum, Ólafi bónda Jóhannessyni í
Stóra-Skógi, og vom þeir búhöldar hvor í sinni sveit, Einar
Guðmundsson í Blönduhlíð og Ólafur í Stóra-Skógi.3
Af þriðju Leikskálasysturinni Þjóðhildi er það að segja að
hún réðst í að afla sér lausamennskuleyfis 27 vetra, og veit
enginn til hvers hugur hennar stóð, en eitthvað hefur henni
þótt það ófýsilegt að bindast vistarböndum og verða vinnuhjú
vetur og sumar í skjóli húsbænda sem henni hefði þó staðið til
boða, ekki síður en öðram stúlkum frá lakari heimilum. Nú er
þess að gæta að breyting hafði orðið á Leikskálaheimilinu,
sem kynni að ráða einhverju um gerðir ungu konunnar þótt
nokkur ár væru liðin. En þannig stóð á að Þorvarður og Kristín
skildu, og urðu sambúðarslitin 1886, eða þar um bil.4 Kristín
hrökklast að heiman, en önnur kona, geðþekk húsbóndanum
settist í húsmóðursæti á Leikskálum.
Vitnisburður um viðhorf Leikskálasystkina til skilnaðar-
málsins er ekki skráður og vottfestur, en sagt er mér að það
hafi fallið börnum Kristínar og Þorvarðar afarþungt og hús-
freyjunni þó þyngst, sem við mátti búast, og ekki væri það
ólíklegt að bitur minning um foreldraskilnaðinn og hrakninga
móðurinnar hefði ýtt undir tortryggni Þjóðhildar í garð karl-
manna síðar á ævi, sem öllum var ljós og blandaðist ef til vill
reynslu hennar sjálfrar og hugsanlegum vonbrigðum í ásta-
málum sem síðar verður komið að.
Lausamennskubréf Þjóðhildar er dagsett á skrifstofu Dala-
sýslu 20. mars 1895, gefið út af Birni Bjarnarsyni sýslumanni
á Sauðafelli í Miðdölum, og hljóðar svo:
Björn Bjarnarson sýslumaður í Dalasýslu gjörir kunnugt að
stúlkan Þjóðhildur Þorvarðardóttir hefur óskað að fá lausa-