Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 10

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 10
8 BREIÐFIRÐINGUR Björg Þorvarðsdóttir, eins. Guðbjörg Þorvarðsdóttir, eins. Þjóðhildur Þorvarðsdóttir, eins. Björg Hallsdóttir, móðir hreppstjórans. Bræðumir fóru til Vesturheims, Bergþór og Jónas 1887, Hall- ur Frímann 1901.2 Björg Þorvarðsdóttir giftist út í Hörðudal, Einari Guðmundssyni bónda á Dunk 1881-88, síðar í Blöndu- hlíð. Guðbjörg giftist í Miðdölum, Ólafi bónda Jóhannessyni í Stóra-Skógi, og vom þeir búhöldar hvor í sinni sveit, Einar Guðmundsson í Blönduhlíð og Ólafur í Stóra-Skógi.3 Af þriðju Leikskálasysturinni Þjóðhildi er það að segja að hún réðst í að afla sér lausamennskuleyfis 27 vetra, og veit enginn til hvers hugur hennar stóð, en eitthvað hefur henni þótt það ófýsilegt að bindast vistarböndum og verða vinnuhjú vetur og sumar í skjóli húsbænda sem henni hefði þó staðið til boða, ekki síður en öðram stúlkum frá lakari heimilum. Nú er þess að gæta að breyting hafði orðið á Leikskálaheimilinu, sem kynni að ráða einhverju um gerðir ungu konunnar þótt nokkur ár væru liðin. En þannig stóð á að Þorvarður og Kristín skildu, og urðu sambúðarslitin 1886, eða þar um bil.4 Kristín hrökklast að heiman, en önnur kona, geðþekk húsbóndanum settist í húsmóðursæti á Leikskálum. Vitnisburður um viðhorf Leikskálasystkina til skilnaðar- málsins er ekki skráður og vottfestur, en sagt er mér að það hafi fallið börnum Kristínar og Þorvarðar afarþungt og hús- freyjunni þó þyngst, sem við mátti búast, og ekki væri það ólíklegt að bitur minning um foreldraskilnaðinn og hrakninga móðurinnar hefði ýtt undir tortryggni Þjóðhildar í garð karl- manna síðar á ævi, sem öllum var ljós og blandaðist ef til vill reynslu hennar sjálfrar og hugsanlegum vonbrigðum í ásta- málum sem síðar verður komið að. Lausamennskubréf Þjóðhildar er dagsett á skrifstofu Dala- sýslu 20. mars 1895, gefið út af Birni Bjarnarsyni sýslumanni á Sauðafelli í Miðdölum, og hljóðar svo: Björn Bjarnarson sýslumaður í Dalasýslu gjörir kunnugt að stúlkan Þjóðhildur Þorvarðardóttir hefur óskað að fá lausa-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.