Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 11

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 11
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ 9 mennskuleyfi og þareð hún er 25 ára gömul og hefur sett tryggingu fyrir því að hún muni greiða í sumar hið lög- boðna gjald til styrktarsjóðs alþýðu í Hörðudal, þá veiti jeg henni hérmeð leyfi til þess að vera laus og eiga vinnu sína sjálf og vera undanþegin vistarbandinu. Skal hún því vera aðnjótandi allra þeirra hlunninda sem gildandi og komandi lög veita lausamannastjettinni, en skyld skal hún að hlýðn- ast öllum þeim kvöðum sem löggjöf landsins leggur á þessa stjett. Þessu til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli. Skrifstofu Dalasýslu, 20. mars 1895 Björn Bjarnarson.5 Lausamennskubréfið hefur Þjóðhildur varðveitt á öllum sínum hrakningum, og komst að henni látinni í eigu bróður- dóttur hennar, Kristínar Kristvarðsdóttur. Lausamennskuleyfið er gefið út samkvæmt konunglegri tilskipan um lausamenn og húsmenn á Islandi, þar sem tekið er fram í 2. gr. að hverjum þeim manni sem er 25 ára að aldri sé heimilt að leysa sig undan vistarskyldunni með því að fá sér leyfísbréf hjá lögreglustjóranum (og þá sýslumanni í sveitum). Fyrir leyfisbréfið skyldi karlmaður borga eitt hundr- að, en kona hálft hundrað á landsvísu.6 Kristín Jónasdóttir leitaði til dætra sinna og tengdasona, þegar rýma þurfti Leikskálaheimilið. 1886 er hún orðin húskona á Dunk hjá Björgu og Einari, og þar var hún næstu árin, og í Blönduhlíð þegar Björg og Einar fluttust þangað. Síðast var Kristín mörg ár í Stóra-Skógi hjá Ólafi bónda Jóhannessyni og Guðbjörgu, og þar Iést hún 21. júlí 1916.7 Þjóðhildur hefur fylgt eftir móður sinni út í Hörðudal. Hún er skráð sem vinnukona á Dunk 1887 og í Blönduhlíð á fyrstu búskaparárum Einars og Bjargar þar 1888-1891.8 Nú hefði mátt ætla að ungrar og föngulegrar stúlku frá efna- góðu mektarheimili biði gott gjaforð og húsmóðurstaða í Breiðafjarðardölum sem hún átti kyn til og urðu ævikjör systra hennar. En ekki fer allt að áliti. Það varð ekki hlutskipti Þjóð- hildar í lífinu að hafa búsforráð, nema þá hugsanlega um stutt- an tíma í Ameríku, sé það rétt hermt sem virðist líklegt að hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.