Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 11
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ
9
mennskuleyfi og þareð hún er 25 ára gömul og hefur sett
tryggingu fyrir því að hún muni greiða í sumar hið lög-
boðna gjald til styrktarsjóðs alþýðu í Hörðudal, þá veiti jeg
henni hérmeð leyfi til þess að vera laus og eiga vinnu sína
sjálf og vera undanþegin vistarbandinu. Skal hún því vera
aðnjótandi allra þeirra hlunninda sem gildandi og komandi
lög veita lausamannastjettinni, en skyld skal hún að hlýðn-
ast öllum þeim kvöðum sem löggjöf landsins leggur á þessa
stjett. Þessu til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli.
Skrifstofu Dalasýslu, 20. mars 1895 Björn Bjarnarson.5
Lausamennskubréfið hefur Þjóðhildur varðveitt á öllum
sínum hrakningum, og komst að henni látinni í eigu bróður-
dóttur hennar, Kristínar Kristvarðsdóttur.
Lausamennskuleyfið er gefið út samkvæmt konunglegri
tilskipan um lausamenn og húsmenn á Islandi, þar sem tekið
er fram í 2. gr. að hverjum þeim manni sem er 25 ára að aldri
sé heimilt að leysa sig undan vistarskyldunni með því að fá
sér leyfísbréf hjá lögreglustjóranum (og þá sýslumanni í
sveitum). Fyrir leyfisbréfið skyldi karlmaður borga eitt hundr-
að, en kona hálft hundrað á landsvísu.6
Kristín Jónasdóttir leitaði til dætra sinna og tengdasona,
þegar rýma þurfti Leikskálaheimilið.
1886 er hún orðin húskona á Dunk hjá Björgu og Einari, og
þar var hún næstu árin, og í Blönduhlíð þegar Björg og Einar
fluttust þangað. Síðast var Kristín mörg ár í Stóra-Skógi hjá
Ólafi bónda Jóhannessyni og Guðbjörgu, og þar Iést hún 21.
júlí 1916.7
Þjóðhildur hefur fylgt eftir móður sinni út í Hörðudal. Hún
er skráð sem vinnukona á Dunk 1887 og í Blönduhlíð á fyrstu
búskaparárum Einars og Bjargar þar 1888-1891.8
Nú hefði mátt ætla að ungrar og föngulegrar stúlku frá efna-
góðu mektarheimili biði gott gjaforð og húsmóðurstaða í
Breiðafjarðardölum sem hún átti kyn til og urðu ævikjör systra
hennar. En ekki fer allt að áliti. Það varð ekki hlutskipti Þjóð-
hildar í lífinu að hafa búsforráð, nema þá hugsanlega um stutt-
an tíma í Ameríku, sé það rétt hermt sem virðist líklegt að hún