Breiðfirðingur - 01.04.1996, Qupperneq 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
veit ég hvort hún hefur sagt frá efni bókanna sjálf eða hvers-
vegna við töldum það.
Þannig lýsir Kristmundur Jóhannesson Þjóðhildi og komum
hennar að Giljalandi sem hann mátti glöggt muna, fæddur 1923.
Þjóða starfaði að tóvinnu þá daga sem hún var um kyrrt á
bæjum, tók ofan af, kembdi og spann og gekk til léttari úti-
verka, eftir því sem þurfti; var í taðinu á vorin, til aðstoðar í
heyskap á sumrin.
Magnús Jósefsson á Fremri-Hrafnabjörgum lýsir þannig
verkum Þjóðhildar, að hún var í kaupavinnu á sumrum, á með-
an heilsa leyfði, en vann tóvinnu að vetrinum sem er í fyllsta
samræmi við það sem aðrir hafa sagt, og hefur dregið úr úti-
vinnu Þjóðhildar þegar á ævina leið.
Þjóðhildur réð sig tíma og tíma til vistar í Álfatröðum og á
Ketilsstöðum, sem fyrr sagði, og á Dunk hjá Einari Jóhannes-
syni og Guðrúnu Kristjánsdóttur, og hjá öðrum Dunkurhjón-
um: Jóni Laxdal og Ingiríði Kristjánsdóttur. Á bæjum utar í
hreppnum var Þjóðhildur einnig tíma og tíma að ég hygg.
Þjóða átti vinum að mæta á frambæjum Hörðudalshrepps ekki
síður en út á bæjum. Þar var traust vinkona hennar, Olafía
Jónsdóttir á Fremri-Hrafnabjörgum, síðar í Hlíð. Á heimili
hennar átti Þjóðhildur rólegt ævikvöld og ferðalok sem fyrr
sagði. Legstaður Þjóðu er í Vatnshomskirkjugarði í Haukadal, og
var hún þá komin í dalinn sinn aftur, að þessu sinni til að vera.
Þjóða var trygg þar sem hún tók því, og kom fyrir að hún
rétti fermingarbarni gjöf, þótt ekki væri úr miklu að moða. Á
sjálfa sig eyddi Þjóða engu. Ekki þýddi að gefa Þjóðu nýtileg
föt. Við þau losaði hún sig þegar í stað og klæddist görmunum
áfram. Annað mátti hún ekki heyra.21
Kristín Kristvarðsdóttir segir svo um frænku sína: „Ég tel
Þjóðhildi ekki neina förukonu, heldur konu sem hefur orðið
fyrir vonbrigðum í lífinu, sem hún hefur illa sætt sig við, sem
leitt hefur til óþreyju og undarlegheita. Hún var einþykk og
sjálfstæð kona á þeim tíma og fór sínar eigin leiðir, hvort sem
öðrum líkaði betur eða ver. Svona man ég hana.“
Það fer ekkert á milli mála að Þjóða þótti sérleg á efri árum,