Breiðfirðingur - 01.04.1996, Qupperneq 39
ÍHALDSSAMURBARDAGAKLERKUR
37
Það góða siðferði alþýðu og lofsverðasta félagsstjórn, er var
á dögum M. Ketilssonar, kallaði séra Eggert að með meiru
hefði smám saman undir lok liðið og tekið svo miklum
breytingum með sýslumanns Skúla komu, að ekki hefði
Skarðsstrandarfélag verið þekkjanlegt fyrir hið sama að tíu
árum liðnum frá burtköllun Magnúsar, því allt siðferði
alþýðu yfir höfuð hefði tekið spillingu. Óstjórnleg
lastmælgi, óhaldinyrði, hvinnsemi, háðgirni, hjúalokkun úr
vistum, þrjóska og önnur ósvinna hefði árlega farið í vöxt
og hvívetna undirróður móti prestum sínum. Skúli dró
óreglumenn inn í sveitina, svo sem Þorlák Einarsson, er
kom með konu þeirri hann hafði átt barn með í hórdómi, frá
Saurbæjarsveit. Hún hét Sigríður, og bjuggu þau um mörg
ár sem hjón á Frakkanesi. Séra Eggert vildi stía þeim í
sundur, en forgefins urðu þær tilraunir, því Skúli hafði byggt
þeim inn 1819. Annar var Gísli þjófur Helgason, er hélt við
barnsmóður sína í Arney, og margir fleiri. Um alla þessa
ritaði séra Eggert til Skúla og vildi ekki að slíkt barn-
eignafólk byggi saman á bæjunum, en allt varð það for-
gefins. Hann lét upp lesa á Ballarár manntalsþingi aðvör-
unarbréf til bænda um að brotlegar persónur væru ei saman
á bæjunum, né passalaust utansýslufólk væri inn tekið. En
yfir engu slíku dugði að kvarta, og passalausir óreiðumenn
bældust inn í félagið eins og verða vildi, enda styrktu sýslu-
menn að hinum verstu ósiðum í staðinn fyrir að hamla
þeim, því á þeirra eigin heimilum, þ.e. Skúla og Kristjáns,
tíðkaðist hvað mest kvennafar, formælingar, drykkjuskapur,
kjaftæði, mannlast, hortugheit og ill-lifnaður.12)
Það verður ekki sagt um séra Friðrik að hann hafi verið sínkur
á púðrið, þegar frændur hans á Skarði áttu í hlut! Það jók ekki
heldur á geðprýði þeirra feðga að þeir þurftu báðir að messa í
Skarðskirkju og eiga þannig regluleg samskipti við fyrst Skúla
og síðan Kristján son hans, frændur sína og fjendur. Og varð
þeim margt að mæðu, eins og þegar Kristján sýslumaður lét
setja skip sitt, Blíðfara, á stokkana í Skarðskirkju og tók annað