Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Það var það, sem helst hefur hneykslað mig í ritinu, að það
lítur svo út, sem þér æskið hinna fyrri konungslaga, án
Alþingis, en þar get ég alls ekki verið með yður, því engin
fluga verri gæti flogið í munn stéttum Islands, en ef það
yrði ósk þeirra.18)
Síðan skrifar Lúðvík Kristjánsson: „Hvergi víkur séra Friðrik
Eggerz einu orði að Jóni Sigurðssyni né störfum hans í hinni
stóru ævisögu sinni, og hvergi sjást merki þess, að hann hafi
nokkurn tíma hyglað Nýjum félagsritum, Bókmenntafélaginu
eða Þjóðvinafélaginu.“l9)
í frásögn af Þorvaldi Sívertsen í Hrappsey, sem var einn af
helstu stuðningsmönnum Jóns forseta í Dalasýslu, víkur Lúð-
vík Kristjánsson að deilum Ballarárfeðga og Kristjáns kamme-
ráðs á Skarði, og nefnir að Kristján hafi fengið leyfi konungs
til að nota ekki prestsþjónustu þeirra. Síðan segir Lúðvík:
Að þessu er vikið hér til þess að ljóst megi verða að hugur
stórmenna á Skarðströnd og tómstundaiðja beindist ekki að
menningarvakningu né aukinni þjóðmálastarfsemi. Þá skorti
ekki fjármuni til að styðja slíka starfsemi né getu til að
semja ritgerðir um margvísleg efni, síst séra Friðrik, sem
vafalaust má telja einn ritfærasta mann í prestastétt um sína
daga. Báðir vildu þeir, Kristján kammeráð og síra Friðrik
Eggerz, verða alþingismenn í skjóli fjármuna sinna, en þeir
sýndu ekki mikinn lit á því að erja akur fyrir þjóðfrelsismál
landsmanna né hugsjónir Félagsritanna í Höfn.201
Ekki verður betur séð en hér sé skynsamlega ályktað og fer
ekki milli mála að mikil starfsorka hefur farið í linnulaus
málaferli sem stóðu yfir í sex áratugi. Menn stóðu auðvitað í
málaferlum víðar, en slík elja við deilur af öllu tagi var sem
betur fer fátíð, og má segja um báða aðila að þeir hafí, svo
gripið sé til nútímamáls, snapað „fighting“, hvenær sem tæki-
færi gafst. Og var þá lítill tími eftir til að sinna þjóðfrelsis-
málum.